Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
SN 468 – Þorsteinn Birgisson ekur og Bjarki F. Sigurjónsson farþegi, mynd tekin þegar ekið er yfir Múlakvísl.
SN 468 – Þorsteinn Birgisson ekur og Bjarki F. Sigurjónsson farþegi, mynd tekin þegar ekið er yfir Múlakvísl.
Líf&Starf 22. júní 2016

Brandarar minntust Vatnabrands með ferð um Mýrdalinn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Brandarar, sem er hópur afkomenda Mýrdælingsins Brands Stefánssonar, fóru í ferð um Mýrdalinn föstudaginn 20. maí. Tilefnið var að Brandur, oft nefndur Vatna-Brandur, hefði orðið 110 ára þann dag. 
„Brandur var mikill frumkvöðull og var sá fyrsti í Mýrdal til að kaupa sér bíl árið 1927. Vegir voru þá engir og kom því bíllinn með skipinu Skaftfellingi til Víkur,“ segir Guðjón Þorsteinn Guðmundsson, aðspurður um ástæðu ferðarinnar en hann var einn af skipuleggjendum hennar. Brandur var brautryðjandi í samgöngusögu Mýrdælinga því hann hóf áætlunarferðir fyrstur manna milli Reykjavíkur og Víkur.
 
„Ferðin okkar 20. maí var ekki hefðbundin því við reyndum að keyra Mýrdalinn eins og Brandur hefði gert það á fyrstu árunum sínum og farið á vaði yfir þær ár sem ekki voru brúaðar á þessum tíma.
 
Við vorum vel bílandi miðað við þann bílakost sem Brandur hafði á sínum tíma en þrátt fyrir það tók okkur um 4 klukkustundir með góðum stoppum að keyra Mýrdalinn frá Jökulsá á Sólheimasandi að Hafursey.
 
Með þessu framtaki viljum við halda sögu Vatna-Brands á lofti og vonumst til þess að hans verði minnst í komandi framtíð,“ bætir Guðjón Þorsteinn við. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...