Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bragð þorramatar endurspegla veðráttu síðast liðins sumars
Fréttir 25. janúar 2017

Bragð þorramatar endurspegla veðráttu síðast liðins sumars

Höfundur: Vilmundur Hansen

Líkt og með góð vín sem standast gæða kröfur ár eftir ár, er blæbrigðamunur á þorramat frá ári til árs. Framleiðsla á súrmat er langt ferli og hefst yfirleitt síðsumars eða snemma hausts þegar hráefni er valið og fyrstu bitarnir lagðir í súr. Síðan hefst verkunarferli þar sem grannt er fylgst með framvindu mála, sýrustigi, hitastigi, bragði og áferð frá degi til dags.

Aðgangur að súrmatskjallaranum er takmarkaður og aðeins fáir útvaldir fá að annast súrmatinn til að tryggja að verkunin sé eins og best verður á kosið. Það er því spennuþrungin stund þegar líður að áramótum og kjötiðnaðarmeistararnir bjóða upp á fyrstu bragðprufur og leggja árangurinn í dóm samstarfsmanna. Menn horfa, þefa, smakka, tyggja og smjatta og láta svo skoðanir sínar óspart í ljós.


Hermann Bjarki Rúnarsson verkstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands segir að í ár þykir vel hafa tekist til og segja menn að bragð súrmatarins endurspegli góða veðráttu síðastliðið sumar. Lömb komu væn af fjalli og hráefnið því óvenjugott og með keim af lyngi og vallhumli. Af sömu ástæðum hafi skyrmysa í ár skilað einstöku súrbragði með undirliggjandi bragði af grængresi.

Skylt efni: þorrablót | súrmatur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...