Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Bragð framtíðarinnar
Fréttir 19. febrúar 2015

Bragð framtíðarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Annað hvert ár eru haldnar á Norðurlöndum ráðstefnur Nordic Sensory Workshop sem fjalla að mestu um skynmat og neytendarannsóknir og hefur Matís  tekið þátt í undirbúningi þeirra.

Næsta ráðstefna verður haldin í Osló 11. og 12. maí nk. og ber hún yfirskriftina: Bragð framtíðarinnar (e. A Taste of the Future).

Helstu umfjöllunarefni ráðstefnunnar að þessu sinni verða:
•Hvað vilja börnin borða? (e. Children and Food Preferences)
•Heilsusamleg matvæli sniðin að þörfum neytenda (e. Taylor made Healthy Foods)
•Stefnur í  nýnorrænni matargerð (e. Nordic Food Trends)

Gunnar Karl Gíslason veitingamaður á Dill Restaurant mun halda erindi um hvert ný norræn matargerð stefnir frá sjónarhóli kokksins. Gunnar gaf nýlega út matreiðslubókina North ásamt bandaríska rithöfundinum Jody Eddy. Þema bókarinnar er hin nýja norræna matargerð eins og hún birtist á Íslandi en Dill hefur einmitt verið einn fremsti boðberi þeirrar stefnu hér á landi.

Fólk í matvælaframleiðslu og aðrir sem áhuga hafa á þessu efni eru hvattir til að skrá þátttöku sína sem fyrst.  Nánari lýsing, skráning og dagskrá er á vefsíðu Nofima.

Skynmat og skynmatsrannsóknir hafa lengi verið mikilvæg sérsvið á Matís og hefur áherslan í vaxandi mæli beinst að neytendarannsóknum. Matís hefur tekið þátt í mörgum innlendum og erlendum rannsóknarverkefnum á þessu sviði og er þátttakandi í evrópskum samtökum European Sensory Network (ESN) sem fjalla um skynmat og neytendarannsóknir.

Skylt efni: Matur | ráðstefna

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f