Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Hvammsvirkjun, skjáskot úr myndbandi
Hvammsvirkjun, skjáskot úr myndbandi
Fréttir 18. ágúst 2025

Bráðabirgðaheimild veitt

Höfundur: Þröstur Helgason

Í vikunni veitti Umhverfis- og orkustofnun Landsvirkjun virkjunarleyfi til bráðabirgða vegna undirbúningsframkvæmda við Hvammsvirkjun.

Leyfið tekur til þeirra undirbúningsframkvæmda sem þegar voru hafnar og gildir í sex mánuði frá útgáfu. Leyfðar undirbúningsframkvæmdir felast í uppsetningu vinnubúða, aðkomuvegi og annarri vegagerð innan framkvæmdasvæðis og efnisvinnslu fyrir vegagerð auk raf-, fjar- og hitavatnsveitu vinnubúðaog framkvæmdasvæðis, eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun. Þessar framkvæmdir eru ekki í eða við vatnsfarveg og munu því hvorki hafa bein né óbein áhrif á vatnshlot, segir í tilkynningunni.

Landsvirkjun mun nú sækja um framkvæmdaleyfi til Rangárþings ytra svo hægt sé að halda áfram með þær undirbúningsframkvæmdir sem hafnar voru og áformað er að ljúki fyrir áramót í samræmi við áætlanir.

Úskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála féllst á kröfu landeigenda og ábúenda jarða á bökkum Þjórsár og stöðvaði framkvæmdir við virkjunina í síðasta mánuði.

Landsvirkjun hefur þegar óskað eftir því að Umhverfis- og orkustofnun hefji á ný málsmeðferð við afgreiðslu á umsókn um virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar og um heimild til breytingar á vatnshloti.

Skylt efni: hvammsvirkjun

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...