Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rúnar Atli, 6 ára sonur Karenar Evu, er eitt barnanna í Þykkvabæ sem hafa staðið með þessi skilti í sumar þar sem hraðast er ekið í þorpinu. Ökumenn hægja strax á sér þegar þeir sjá skiltin.
Rúnar Atli, 6 ára sonur Karenar Evu, er eitt barnanna í Þykkvabæ sem hafa staðið með þessi skilti í sumar þar sem hraðast er ekið í þorpinu. Ökumenn hægja strax á sér þegar þeir sjá skiltin.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 30. ágúst 2023

Börnin í Þykkvabæ taka málin í sínar hendur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Íbúar í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra eru orðnir langþreyttir á hraðakstri í gegnum þorpið og vilja fá hraðahindrun til að hægja á umferðinni.

Börnin í þorpinu hafa meðal annars tekið málið í sínar hendur og standa með skilti þar sem hraðast er ekið og biðja ökumenn að hægja á sér.

Umferðin alltaf að aukast

„Það er ekið talsvert hratt í gegnum þorpið og umferð er alltaf að aukast. Það er mun meiri umferð hér í gegn yfir sumartímann enda er hér frábært tjaldstæði og hótel. Margir hægja á sér en það eru nokkrir sem keyra allt of hratt miðað við aðstæður,“ segir Karen Eva Sigurðardóttir, íbúi í Þykkvabæ. Hún segir að það sé búið að senda inn erindi til Rangárþings ytra og óska eftir hraðahindrun en ekkert hafi gerst enn í málinu. „Vonandi fáum við hraðahindrun sem fyrst eða kannski bara gangstétt. Það er óþægilegt að vita af börnum sínum úti í garði við veg þar sem umferð er hröð. Við foreldrarnir teljum þetta skipta miklu máli og höfum áhyggjur af þessu. Við vonum að það verði ekki hér slys á fólki sem mun ýta þessum framkvæmdum af stað,“ bætir Karen Eva við.

Skylt efni: Þykkvibær

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f