Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Börn úr sveit fá síður ofnæmi og astma
Fréttir 14. nóvember 2016

Börn úr sveit fá síður ofnæmi og astma

Höfundur: ehg - Bondebladet
Stór alþjóðleg rannsókn staðfestir að fólk sem elst upp úti á landi og þá sérstaklega í sveit fær vörn úr umhverfinu gegn óþægindum í öndunarvegi og ofnæmissjúkdómum. 
 
Rannsakendur frá Evrópu og Ástralíu hafa rannsakað astma- og ofnæmistilvik hjá rúmlega 10 þúsund fullorðnum einstaklingum á aldrinum 26–54 ára í 14 löndum. Mikilvægur liður í rannsókninni var að kanna hvar fólkið bjó fyrstu fimm æviár sín, hvort það bjó úti á landi, í litlu þorpi, í stórborg eða í sveit. Í ljós kom að í flokknum þar sem fólk hafði alist upp á sveitabæ höfðu mun færri fengið ofnæmi eða astma. Fólk í flokknum var í helmingi minni áhættu á að fá háan hita og var síður með viðkvæman öndunarveg í samanburði við þá sem alist höfðu upp í stórborg. Rannsakendurnir mældu einnig lungnavirkni þátttakenda sem sýndi að konur sem höfðu alist upp á bóndabæ höfðu betri virkni lungna en konur sem höfðu alist upp í stórborg. Hjá karlmönnunum mældist þó enginn munur á lungnavirkni eftir því hvar þeir ólust upp og vakti það einnig athygli rannsakendanna. 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...