Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Reynir Hauksson og spænska flamencolistafólkið spilar í Salnum í Kópavogi dagana 25. og 26. maí.
Reynir Hauksson og spænska flamencolistafólkið spilar í Salnum í Kópavogi dagana 25. og 26. maí.
Líf og starf 20. maí 2019

Borgfirskur gítarleikari slær tóninn með spænsku listafólki

Höfundur: Ritstjórn
Reynir Hauksson, gítarleikari frá Hvanneyri, sem búsettur er í Granada á Spáni, kemur hingað til lands í mánuðinum og heldur flamenco-tónleika ásamt fríðu föruneyti. 
 
Í Salnum í Kópavogi munu Íslendingar og Spánverjar sameinast í eldheitum dansi, tilfinningaþrungnum söng og suðrænum gítarleik. Boðið verður upp á það allra helsta úr heimi flamenco með nokkrum fremstu listamönnum Granada. 
 
Til þess að hita upp fyrir sýningarnar í Kópavogi verða þrennir dúettatónleikar haldnir nokkrum dögum áður, í Borgarnesi, á Hvanneyri og í Reykjavík. Þá munu Reynir og spænsku listamennirnir bjóða upp á sk. „masterklass“ þar sem þátttakendum býðst að fræðast um ýmis grunvallaratriði tón- og danslista. 
 
Kristinn R. Ólafsson verður kynnir á sýningunum í Salnum. Miðasala er á vefnum tix.is.
 
Dúett-tónleikar
Landnámssetrið – þri. 21. maí kl. 20.30
Mengi – mið. 22. maí kl. 21.00
Hvanneyri Pub – fim. 23. maí kl. 20.30
 
Sýningar
Salurinn í Kópavogi, lau. 25. maí kl. 21.00
Salurinn í Kópavogi, sun. 26. maí kl. 21.00 (aukatónleikar)
 
Masterklass í Salnum, 25. maí kl. 15.00. Dans-, söng- og gítarkennsla ásamt fyrirlestri.
 

Reynir Hauksson með Alhambra-höllina í Granada í Andalúsíu í baksýn.
 

Kristinn R. Ólafsson verður kynnir á tónleikunum í Salnum í Kópavogi.
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f