Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Borgfirskri 19. aldar sögu gerð skil
Menning 20. september 2023

Borgfirskri 19. aldar sögu gerð skil

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Út er komin bókin „Gleymd skáld og gamlar sögur – sagnaþættir úr Borgarfirði“ sem Helgi Bjarnason blaðamaður hefur tekið saman og gefið út.

Höfundur segir um efni bókarinnar að það sé gluggi inn í líf, störf og örlög Borgfirðinga á 19. öld og upp úr aldamótum 1900. 532 menn og konur komi við sögu og 125 býli í Borgarfirði séu nefnd og að auki 63 annars staðar.

Borgfirsk rímnaskál og hagyrðingar

Gerð er grein fyrir ævi nokkurra borgfirskra rímnaskálda og hagyrðinga og sagðar sögur af fleira fólki og forvitnilegum atburðum. Þá er farið með lesendur í hringferð um Borgarfjörð í kjölfar ljósmyndara úr hópi danskra landmælingamanna sem voru þar við mælingar og kortagerð árið 1910. Segir Helgi að í bókinni séu einstæðar ljósmyndir af fólki á nokkrum bæjum og stöðum og komið við í Heyholti, Svignaskarði, Stafholti, á Hamraendum, í Norðtungu, Víðgelmi, Deildartungu, Bæ í Bæjarsveit, við Hvítá og í Borgarnesi.

Bókin er í kiljuformi, 203 blaðsíður að stærð og er prýdd fjölda ljósmynda og teikninga. Hún er fáanleg hjá höfundi.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f