Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Borgar starfsfólki sínu fyrir að sofa vel
Fréttir 14. október 2021

Borgar starfsfólki sínu fyrir að sofa vel

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað meðal íslenskra fyrirtækja varðandi svefnheilsu starfsmanna. Ef fólk kemur illa sofið í vinnuna er meiri hætta á mistökum hjá starfsfólki og slysahætta eykst. Að sama skapi veikir svefnleysi ónæmiskerfið og svefnlausir starfsmenn taka allt að 100% fleiri veikindadaga heldur en þeir sem sofa vel.

„Það er því ánægjulegt að sjá hversu margir íslenskir stjórnendur eru farnir að taka þennan þátt inn í almenna heilsueflingu starfsmanna og sífellt fleiri fyrirtæki sem bjóða starfsmönnum upp á fræðslu um svefn, skimun fyrir svefnvanda og meðferð fyrir þá sem komnir eru í vanda,“ segir Erla Björnsdóttir hjá Betri svefni.

Borgað fyrir svefninn

Fyrirtækið Klaki gerði nýlega skemmtilega tilraun með sínu starfsfólki þar sem starfsmönnum var greiddur bónus vikulega ef þeir sváfu nóg. Verkefnið hefur farið vel af stað og er starfsfólk að ná viðmiðum u.þ.b. aðra hverja viku að meðaltali. Starfsfólk lýsir áhrifum þannig að þreyta sé minni og að vart sé við aukna vellíðan. Miklar vonir eru bundnar við langtímaáhrif bættra svefnvenja hjá starfsfólki og hefur fyrirtækið því ákveðið að gera launaviðbæturnar varanlegar. Þá segir Erla að embætti ríkislögreglustjóra hafi einnig verið að vinna markvisst með svefnheilsu sinna starfsmanna en þar fengu allir starfsmenn fræðslu um svefn, skimað var fyrir svefnvanda meðal starfsmanna og þeim sem sváfu illa var boðin aðstoð til að bæta svefninn. Það vita það allir að álag í starfi hjá lögreglumönnum er mikið, vaktir oft óreglulegar og verkefni sem þeir fást við sem krefjast mikillar einbeitingar, snerpu og úthalds og því er sérstaklega mikilvægt að þeir sem sinna þessu starfi séu vel úthvíldir. Bæði þessi fyrirtæki hlutu í dag gæðastimpil frá fyrirtækinu Betri svefn um að vera svefnvottuð fyrirtæki. Þessi vottun staðfestir að stjórnendur hafa lagt sig fram um að fræða starfsfólk um svefn og bjóða uppá aðstoð fyrir þá sem glíma við svefnvanda.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...