Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Guðmundur Marteinsson, fram­kvæmdastjóri Bónuss.
Guðmundur Marteinsson, fram­kvæmdastjóri Bónuss.
Fréttaskýring 22. ágúst 2019

Bónus tilkynnt í vor að allir hryggir væru búnir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðmundur Marteinsson, fram­kvæmdastjóri Bónuss, segir að málið horfi þannig við sér að varan heilir lambahryggir séu aukaatriði í þessu máli en það eru vinnubrögðin og aðferðirnar í málinu sem vekja spurningar.

„Bónus fékk tilkynningu snemma vors um að allir heilir hryggir fyrir Bónus væru búnir, í fram­­haldi fékk Bónus tilkynningar um hækkun á grillkjöti úr lamba­hrygg þar sem skortur væri á hryggjum. Lögmálið um framboð og eftirspurn réði því og skilningur á því hjá okkur.

Þegar síðar kemur í ljós sam­kvæmt Hagstofutölum að afurðir úr hryggjum hafi verið fluttar út í stórum stíl á verði sem íslenskum neyt­endum hefur aldrei staðið til boða, þrátt fyrir að íslenskir neytendur greiði um 5 milljarða í beingreiðslur til sauðfjárræktar, þá setur maður stórt spurningarmerki við slíkt.

Í framhaldi af þessu fóru Ferskar kjöt­vörur, í eigu Haga, að skoða inn­flutning á hryggjum þar sem engir hryggir og eða hryggjarliðir voru í boði.

Framhaldið þekkja allir, mikið leikrit fór í gang og allt í einu fundust nokkrir magnkassar af hryggjum á síðustu stundu svo ráð­herra afturkallaði heimild til innflutnings á hryggjum á lækk­uðum tollum. Ferskar kjötvörur höfðu í millitíðinni pantað hryggi frá Nýja-Sjálandi sem voru úr slátrun 2018 og gert var ráð fyrir að kæmu til landsins á lækkuðum tollum eins og ummæli ráðherra gáfu tilefni til. Þegar á hólminn kom dró ráðherra lækkunina til baka og hryggirnir komu til landsins á fullum tollum.“

Guðmundur segir að reyndar hafi ekki verið um mikið magn að ræða heldur nokkur tonn sem seld verða í Bónus á 2.598 krónur kílóið og má geta þess að hlutur ríkisins í því verði er um 40% í formi tolla og virðisaukaskatts.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...