Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mjósyndi
Bóndinn 28. apríl 2022

Mjósyndi

Bændurnir í Mjósyndi keyptu af Bjarka Reynissyni og Valgerði Gestsdóttur 2020 og fluttu þangað í júlí sama ár.

Þau eru að klára að breyta fjósinu í hesthús með inniaðstöðu og kartöflugeymlan er orðin fínasta fjárhús.

Býli:  Mjósyndi.

Staðsett í sveit:  Flóahreppi í Árnessýslu.

Ábúendur: Grétar Geir Halldórs­son, Anna Linda Gunnarsdóttir og Katrín Eva Grétarsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra):  Við þrjú og sonardóttir okkar Grétars og Önnu, hún Gabríela Máney Gunnarsdóttir, 10 ára. Það eru þrír hundar, Brúnó, Ugla og Rösk ásamt köttunum Tófu og Nölu.

Stærð jarðar?  Um 130 hektarar.

Gerð bús? Hross og fé.

Fjöldi búfjár og tegundir? 35 hross og 34 kindur. 

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Grétar og Anna vinna úti frá búinu, Gabríela fer í skólann og Katrín rekur tamningastöð hér á daginn og kennir á kvöldin. Eftir vinnu er fénu sinnt og tekin staðan á útiganginum og þeim gefið eftir þörfum. Á jörðinni eru folaldsmerar, tryppi og stóðhestar, bæði frá okkur og öðrum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það eru engin leiðinleg verk í sveitinni en girðingavinna er ekki vinsæl. Skemmtilegustu verkin eru að sinna fénu (Anna), setja upp ljós, helst útiljós (Grétar), útreiðar á góðum hestum (Katrín og Gaby).

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan, að það sé rekin tamningastöð og hrossarækt ásamt að hafa nokkrar kindur. 

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Vöruþróun og hreinleika.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og smjör. 

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Föstudagspitsan. 

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar fyrstu folöldin og lömbin fæddust hér.

Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...