Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Hof
Bóndinn 21. nóvember 2014

Hof

Hof er landnámsjörð Ingimundar gamla, eins og sagt er frá í Vatnsdælasögu. Jörðin hefur verið í eigu fjölskyldunnar í 120 ár og er Jón 4. ættliðurinn í búskapnum.

Býli:  Hof í Vatnsdal.

Staðsett í sveit: Húnavatnshreppi.

Ábúendur: Jón Gíslason og Eline M. Schrijver.

Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Dæturnar eru tvær, Ásdís Brynja, f. 1999 og Lara Margrét f. 2001.

Stærð jarðar? Býsna stór, nær neðan frá Vatnsdalsá og alveg upp á fjall!! Eitthvað á annað þúsund hektarar.

Gerð bús? Sauðfjár- og hrossabú. Ferðaþjónusta og skógrækt.

Fjöldi búfjár og tegundir? 660 vetrarfóðraðar ær, rúmlega 50 hross. Auk þess nokkrar hænur, endur, hundur og köttur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Misjafnt eftir árstímum. Á veturna er skepnuhirðing kvölds og morgna, og þess á milli er riðið út og spjallað við bændur. Á sumrin er gestum sinnt, auk hefðbundinna starfa.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skítmokstur alls konar er leiðinlegastur, en búfjárrækt í allri sinni mynd er skemmtilegust. Allt frá hrútapælingum til hrossasýninga.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Vonandi svipaðan, betra fé og betri hross.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Fögnum hverjum þeim sem er tilbúinn að fórna tíma sínum í hagsmunabaráttu bænda, vitandi það að viðkomandi fær trúlega næstum ekkert nema vanþakklæti fyrir störf sín.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel, enda er vaxandi skilningur á nauðsyn eigin landbúnaðar í vitrænu þjóðfélagi.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Á hreinum og vistvænum afurðum, auk þess sem íslenski hesturinn stendur alltaf fyrir sínu.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Þetta venjulega, mjólk og viðbit.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambahryggur, helst með yfir 30 mm vöðvaþykkt, og ís og súkkulaði á eftir.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þau eru mörg, en á þessu ári stendur frammistaða Konserts frá Hofi á Landsmóti hestamanna upp úr. Ný viðmið í hrossarækt!

4 myndir:

Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f