Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gilsárstekkur
Bóndinn 9. mars 2017

Gilsárstekkur

Valur og Guðný fengu Gilsárstekk leigðan af ríkinu haustið 2013. Fóru í að byggja íbúðarhús og fluttu í það í desember 2014. 
 
Þau hófu búskap þá um vorið og keyptu lömbin það haust. 
 
Býli:  Gilsárstekkur.
 
Staðsett í sveit: Norðurdal í Breiðdal. 
 
Ábúendur: Valur Þeyr Arnarson og Guðný Harðardóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Sólveig Björg, 7 ára, Sólrún Líf, 4 ára, Dagbjartur Örn, 2 mánaða og verðandi smalahundurinn Kubbur.
 
Stærð jarðar?  1.200 hektarar og ræktað land um 22 hektarar svo er heyjað á annarri jörð um 10 hektara.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 270 ær og 4 hænur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Guðný sinnir börnum og heimili nú í fæðingarorlofinu ásamt því að koma á stofn kjötvinnslunni Breiðdalsbiti ehf. Valur sinnir gegningum og öðrum tilfallandi viðhaldsverkefnum á búinu og að auki við málningarvinnu þegar hún gefst.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll bústörfin eru skemmtileg þegar vel gengur. Sauðburðurinn er hvað lang skemmtilegastur að allra mati. Aftur á móti verður öll vélavinna afskaplega leiðinleg þegar tækin bila.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Verðum búin að fylla fjárhúsin af fé, um 500 hausa og vonandi með kjötvinnslu líka í hlaðinu.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Samstaða bænda er ekki mikil að okkar mati, sameiginlegir hagsmunir okkar virðast hafa gleymst.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef við höldum rétt á spilunum og höldum á lofti sjálfbærni hans.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Helstu tækifærin gefast ef við sýnum fram á heilnæmi og sjálfbærni við framleiðslu þeirra. Líka mikil tækifæri í að selja ferðamönnum vörur okkar.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör og mjólk
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kjöt og karrí.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við settum okkar fyrstu lömb á hús sem við sóttum í Öxarfjörð.
 
 
 
Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f