Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Böðvarshólar
Bóndinn 19. júní 2014

Böðvarshólar

Bærinn Böðvarshólar í Vesturhópi stendur sunnarlega við Vatnsnesfjall, austan megin. Umhverfi bæjarins er næsta sérkennilegt. Bærinn er í frjóum, fögrum og rúmmiklum fjallahvammi og að nokkru umluktur hólum og hæðaklösum við rætur fjallsins.

Hvammurinn er konungsríki út af fyrir sig, því hvergi sér til annarra bæja. Góð og smekkvís öfl hafa skapað þennan broshýra og gróðurríka sólarhvamm. Konráð keypti jörðina af foreldrum sínum, þeim Jóni Gunnarssyni og Þorbjörgu Konráðsdóttir, árið 1978, þá 20 ára.

Býli:  Böðvarshólar.

Staðsett í sveit: Vesturhópi Húnaþing vestra.

Ábúendur: Konráð Pétur Jónsson og Jónína Ragna Sigurbjartsdóttir. Einnig búa dóttir okkar, tengdasonur og barnabarn á bænum, þau Ingveldur Ása Konráðsdóttir, Jón Benedikts Sigurðsson og Margrét Ragna Jónsdóttir, en þau stefna á að taka við af okkur í framtíðinni.

Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Börnin eru fjögur og barnabörnin eru orðin þrjú. Elstur er Jón Frímann, búsettur í Danmörku, Þorbjörg Helga býr ásamt manni sínum Hákoni Bjarka Harðarsyni og tveim dætrum, þeim Ragnheiði Birtu og Halldóru Brá, á Svertingsstöðum í Eyjafirði, Ingveldur Ása og Daníel Óli býr í Reykjavík. Hundarnir Neró og Týra og tveir hvolpar ásamt kettinum Ídu.

Stærð jarðar: Tæpir 1600 ha. Þar af ræktað land um 50 ha.

Gerð bús: Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir:
Á búinu eru um 600 fjár, 30 hross, 20 hænur, 4 hundar og 1 köttur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Það er mjög árstíðabundið en núna er verið að þrífa fjárhúsin eftir sauðburð, huga að girðingum og húsbóndinn veiðir tófu.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin: Ef vel gengur er allt skemmtilegt nema að klippa klaufir, það er alltaf leiðinlegt.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár?
Hann verður með svipuðu sniði.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í fínum farvegi.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni?
Vel ef við pössum upp á sérstöðu íslensks landbúnaðar.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?
Að halda áfram að reyna við erlenda markaði.

Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólk, ostur og grænmeti.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Allt gott, held samt að lambakjötið hafi vinninginn.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við tókum nýju fjárhúsin í notkun, árið 2008.

8 myndir:

Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...