Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Mynd tengist fréttaefni ekki beint
Mynd tengist fréttaefni ekki beint
Fréttir 27. júní 2025

Bóndi kærður fyrir ofbeldi og hótun um ofbeldi

Höfundur: Þröstur Helgason

Sauðfjárbóndi í Suðausturumdæmi hefur verið kærður til lögreglu fyrir ofbeldi og hótun um ofbeldi í garð eftirlitsmanna Matvælastofnunar (MAST).

Nýlega fóru starfsmenn stofnunarinnar (eftirlitsdýralæknir og dýraeftirlitsmaður) í eftirlit á sauðfjárbú í suðausturumdæmi, segir í tilkynningu frá MAST. Bóndinn hleypti eftirlitsfólkinu inn í fjárhúsið en þegar dýraeftirlitsmaðurinn fór að setja út á velferð fjárins lagði hann hendur á viðkomandi starfsmann og lét ekki af því fyrr en eftirlitsdýralæknirinn hrópaði á hann að hætta. Ekki tókst því að ljúka eftirlitinu í það skiptið.

Tveimur vikum síðar var farið aftur í eftirlit á sama bæ og nú í lögreglufylgd og tókst þá að ljúka eftirlitinu. Að loknu eftirliti var bóndanum skýrt frá þeim frávikum sem eftirlitið hafði leitt í ljós. Bóndinn spurði þá eftirlitsmanninn í tvígang og í viðurvist lögreglu hvort hann ætti að skjóta hann.

Matvælastofnun lítur þessa hegðun mjög alvarlegum augum en hún er því miður ekki einsdæmi. Yfirleitt gengur þó eftirlitið mjög vel.

Matvælastofnun hefur kært bæði brotin til lögreglu

Í almennum hegningarlögum er að finna ákvæði sem segir að hver sá sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu skuli sæta fangelsi allt að 6 árum. Beita megi sektum ef brot sé smáfellt.

Í dýravelferðarlögum kemur fram að Matvælastofnun sé heimilt að fara í eftirlitsheimsóknir á hvern þann stað þar sem dýr eru haldin til að kanna aðstæður og aðbúnað þeirra og við beitingu þvingunaraðgerða. Í því felst m.a. heimild til sýna- og myndatöku. Ekki er þó heimilt að fara í þessum tilgangi í íbúðarhús, útihús eða aðra þvílíka staði án samþykkis eiganda eða umráðamanns húsnæðisins nema að fengnum dómsúrskurði.

Skylt efni: Matvælastofnun | Mast

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...