Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bóndadagsblóm
Á faglegum nótum 24. janúar 2020

Bóndadagsblóm

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Bóndadagurinn markar upphaf þorra, sem er einn harðasti vetrar­mán­uð­urinn hér á landi. Þorri hefst 24. janúar og honum lýkur 23. febrúar, á konudaginn.

Ýmsir gamlir siðir tengjast bóndadeginum frá gamalli tíð en á undanförnum áratugum hefur sú ágæta hefð skapast að konur gefi bónda sínum blóm þann dag. Karlinn launar síðan konu sinni með blómagjöfum á fyrsta degi Góu, konudaginn.

Ljós í myrkri

Íslenskir blómaframleiðendur taka þessum sið fagnandi og hafa í rauninni átt nokkurn þátt í að skapa hann. Þórður Þorsteinsson, blómasali í Sæbóli í Kópavogi, mun fyrstur manna hafa auglýst bóndablóm til sölu í þorrabyrjun 1980.

Í dimmasta skammdeginu, þegar dagar eru stystir og myrkastir, leggja blómaframleiðendur nótt við dag við að rækta sem fjölbreyttastar tegundir afskorinna blóma í upplýstum gróðurhúsum svo anna megi þörfinni. Nú eru þeir í óða önn að ljúka ræktun margra tegunda sem munu fegra hús og híbýli á næstunni.

Úrval afskorinna blóma úr íslenskum gróðurhúsum

Í boði verða klassískar rósir, hinar tignarlegu liljur, sóllilja, gerbera í allri sinni litadýrð, krýsar, fresíur og statikur, grænar nellikkur og gullhrís, tegund sem ekki hefur verið ræktuð hér að ráði en verður spennandi að sjá í verslunum. Ekki má gleyma hinum litfögru túlipönum sem eru einkennisblóm vetrarins og vorsins hjá okkur. Pottaplönturæktendur luma síðan á ýmsu spennandi til að auka úrvalið.

Úrval afskorinna blóma úr íslenskum gróðurhúsum

Auðvelt er að nálgast búnt af bóndadagsblómum í verslunum en sjálfsagt er að benda á að í blómaverslunum er úrvalið glæsilegast, þekking starfsfólks mikil og þjónustan frábær enda fagfólk að störfum þar. Þá má hafa hugfast að sérhver dagur er bæði bónda- og konudagur.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...