Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu.
Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu.
Fréttir 9. nóvember 2022

Bolsonaro umhverfissóði tapaði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, sigraði Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í kosningum þarlendis um síðustu helgi.

Úrslit kosninganna voru tvísýn allt fram á síðustu stundu og da Silva sigraði með tæplega 1% meirihluta. Lula da Silva, sem er 77 ára, tekur við embættinu um næstu áramót.

Bolsonaro, fráfarandi forseti, hefur allt frá því hann var kosinn í embætti verið harðlega gangrýndur fyrir afstöðu sína í umhverfismálum.

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu í valdatíð Bolsonaro um verndun skóga sýna loftmyndir að skógareyðing er enn að aukast og að eyðing þeirra er helsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda þar í landi. Skógareyðing í Amason jókst um 72% á meðan hann sat í embætti forseta.

Bolsonaro hefur blásið á alla gagnrýni um skógareyðingu í Brasilíu og segir að um eðlilegar skógarnytjar sé að ræða. „Annaðhvort kalla menn mig Kaptein keðjusög eða líkja mér við Neró keisara og segja mig bera ábyrgð á skógareldunum.“ Haft hefur verið eftir forsetanum, sem oft hefur tekið Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, sér til fyrirmyndar, að umhverfisverndarsinnar beri ábyrgð á eldunum og að þeir hafi kveikt þá til að hefna sín á sér og stjórninni fyrir að draga úr framlögum til umhverfismála.

Í kosningabaráttu sinni lofaði Luiz Inacio Lula da Silva að umhverfismál í Brasilíu yrðu tekin til alvarlegrar endurskoðunar. Á fyrsta kjörtímabili da Silva, 2003 til 2006, dróst skógareyðing í Amason saman um 43,7%. Vonandi mun hann standa við orð sín.

Skylt efni: utan úr heimi

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...