Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Boðað til fundar um stofnun hagsmunafélags
Mynd / Páll Imsland
Fréttir 8. apríl 2022

Boðað til fundar um stofnun hagsmunafélags

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Boðað er til fundar um stofnun hagsmunafélags hrossabænda, sem halda blóðmera, í kvöld, föstudagskvöldið 8. apríl kl. 20 í Gunnarshólma í Austur-Landeyjum að er fram kemur í tilkynningu frá Sigríði Jónsdóttur, sem skrifar fyrir hönd stjórnar Í-ess bænda og starfshóps hrossabænda á Norðurlandi.

„Hagsmunafélagið Í-ess bændur var stofnað árið 2004 í Austur-Landeyjum af hrossabændum. Félagssvæði þess er Rangár­valla- og Árnessýsla. Markmið félagsins er að hámarka verðmæti afurða hryssa í blóð- og kjötframleiðslu. Þetta félag er enn starfandi og hefur reynst afar mikilvægt. Nú er hins vegar tímabært að sameina stóðbændur af öllu landinu í eitt félag til að standa vörð um hagsmuni búgreinarinnar. Af því tilefni er boðað til funda bæði sunnanlands og norðan.

Fundur Í-ess bænda og annarra stóðbænda, sem vilja tilheyra suðurdeild Hagsmunafélags stóðbænda, verður haldinn í Gunnarshólma í Austur-Landeyjum föstudagskvöldið 8. apríl kl. 20.

Fundur stóðbænda, sem vilja tilheyra norðurdeild Hagsmunafélags stóðbænda, verður auglýstur síðar. Sá fundur verður haldinn við fyrsta tækifæri, líklegast á Blönduósi.

Einhverjum bændum mun reynast ómögulegt að sækja þessa fundi og æskilegast væri að bjóða upp á fjarfundi fyrir þá sem langt eiga að sækja. Því miður verður ekki af því að þessu sinni en í stað þess reynum við að ná til sem allra flestra eftir öðrum leiðum.
Við sem stöndum að þessum fundum höfum sent stóðbændum samþykktir félagsins og fundarboð í tövupósti. Þeir sem telja sig tilheyra þessum hópi og hafa ekki fengið nein slík boð, gerið svo vel að hafa samband við Sigríði Jónsdóttur í netfanginu gkot@mi.is eða síma 822-8421."

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...