Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Andrea Mueller á Blöndudalshólum bætist í hóp ræktenda á lífrænt vottuðu grænmeti.
Andrea Mueller á Blöndudalshólum bætist í hóp ræktenda á lífrænt vottuðu grænmeti.
Mynd / Elínborg Erla
Fréttir 14. október 2025

Blöndudalshólar nýir framleiðendur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlega bættist bærinn Blöndudalshólar við flóru lífrænt vottaðra grænmetisframleiðenda.

Ábúendur eru þau Friðgeir Jónasson og Andrea Mueller, sem ráku hefðbundið kúabú fram til ársins 2018. Þá ákváðu þau að hætta með kýrnar en vildu áfram búa í sveitinni. Andrea fékk þá hugmynd árið 2020 að fara út í ræktun á grænmeti og þá helst útiræktun.

Afurðirnar seldar beint frá býli

„Árið 2021 plöntuðum við í skjólbelti sem koma til með að mynda skjól fyrir ræktunina þegar fram líða stundir og höfum við haldið áfram þeirri vinnu á hverju sumri síðan þá.

Við vildum frá byrjun hafa ræktunina lífræna og fórum því fljótlega í aðlögunarferli hjá Vottunarstofunni Túni. Nú er því aðlögunarferli lokið og höfum við fengið fullnaðarvottun á ræktunina,“ segir Andrea.

Hún segir að þau hafi einnig nýverið fengið vottun frá Bicyclic Vegan International um að engar dýraafurðir séu notaðar við ræktunina, svo sem húsdýraáburður eða fiskimjöl.

„Við höfum prófað okkur áfram með ræktun á ýmsum kál- og salattegundum, ýmsum kryddtegundum, rófum, kúrbítum og fleiru. Nú í vor ákváðum við síðan að bæta við ræktun á kartöflum. Afurðirnar höfum við selt beint frá býli.“

Markmiðið að byggja upp hægt og rólega

Að sögn Andreu hafa þau einnig verið að prófa sig áfram með framleiðslu á eigin moltu.

Markmiðið sé að reyna að byggja upp ræktunina hægt og rólega án þess að fara út í miklar fjárfestingar.

Skylt efni: Lífræn ræktun

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f