Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Blóm eru viðkvæm söluvara
Fréttir 23. mars 2020

Blóm eru viðkvæm söluvara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Garðyrkjubændur hér á landi eru uggandi og hræddir um að sala á blómum verði dræm fyrir páska. Markaður fyrir blóm í Evrópu hefur orðið illa úti vegna afleiðingar COVID-19 veirunnar. Sala á blómum í Danmörku og annarsstaðar í Evrópu hefur dregist verulega saman.

Blómamarkaður í Hollandi er nánast óstarfshæfur og þar í landi hefur þurft að farga gríðarlegu magni af blómum sem ekki hafa selst. Í fréttatilkynning frá Royal FloraHolland, sem er einn stærst blómamarkaðurinn í heimi, segir að vegna COVID-19 hafi sala og útflutningur á blómum frá Hollandi nánast stöðvast. Uppboðshaldara í Aalsmeer sáttu til dæmis uppi með um 15 milljón blóm á einum dagi sem seldust ekki.

Til að draga úr förgun blóma sem ekki seljast hafa uppboðshaldara tekið til þess ráðs að gefa blóm til spítala og annarra umönnunarstofnanna í landinu.

Blómabændur uggandi

Garðyrkjubændur hér á landi eru uggandi og hræddir um að sala á blómum verði dræm fyrir páska. Á þetta ekki síst við þar sem spár gera ráð fyrir að áhrif COVID-19 nái hugsamlega hámarki hér um páskana eða miðjan apríl.

Birgir Steinn Birgisson, garðyrkjubóndi hjá Ficus í Hveragerði, segir að blóm séu viðkvæm söluvara sem ekki sé hægt að geyma lengi. „Ég veit að garðyrkjubændur sem eru að rækta blóm fyrir páskamarkaðinn eru margir hverjir áhyggjufullir vegna afleiðinga COVID-19 veirunnar og að sala á blómum muni dragast samann.“

Blóm létta lundina

„Íslendingar eru fastheldnir á liti þegar kemur að blómum og tengja gul blóm við páskana og markaðurinn fyrir þau því mestur í kringum páskahátíðina og við sem eru að rækta blóminn áhyggjufullir yfir því að fólk dragi úr blómakaupunum vegna minni mannaferða.

Ég vil þó endilega hvetja fólk til að gera hlýlegt hjá sér með blómum ekki síst núna þegar það er meira heima fyrir og þarf að hugsa jákvætt. Eitt er víst að hvað svo sem gengur á þá er sólin farin að hækka á loftið og falleg gul páskablóm flýta vorkomunni.“

Fólki þyrstir í blóm

Berglind Bjarnarsdóttir, rekstrarstjóri  Blómvals, segir að hjá þeim hafi selst mikið af afskornum túlípönum um helgina og greinilegt að fólk er að kaupa blóm til að fegra heimili sín og til að gefa öðrum. „Að öllu jöfnu snerist sala á blómum mikið um fermingar á þessum árstíma. Það er greinilegt að fólk sem er mikið heina þessa dagana þyrstir í falleg blóm til að gleðja sjálft sig og aðra.

Sala á pottaplöntum var líka ágæt um helgina en svolítið öðruvísi en vanalega því að það var greinilegt að þeir sem komu til að kaupa pottablóm voru ákveðnir í að gera það og minna um að fólk kæmi bara til að skoða.“

Afskorinn blóm ónýt eftir blómgun

„Afskorin blóm eru gríðarlega viðkvæm söluvara sem geta ekki beðið lengi og eru ónýtt eftir að þau hafa blómstra. Svipaða sögu er að segja um margar blómstrandi pottaplöntur, þær seljast ver eftir að blómstrun hefur lokið. Þetta á ekki síst um gular pottaplöntur sem framleiddar eru fyrir páskamarkaðinn, segir Birgir Steinn Birgisson, garðyrkjubóndi hjá Ficus“
 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...