Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Litríkt mannlífið í Ölfusrétt. Ungir sem aldnir hjálpuðust að við að draga fé í dilka í sólskinsveðri. Réttin, sem staðsett er í mynni Reykjadals, var tekin í notkun árið 2016. Hönnuður réttarinnar,
Ólafur Dýrmundsson, stendur einmitt þarna í miðið. Í fjarska má sjá ferðamenn ganga upp dalinn.
Litríkt mannlífið í Ölfusrétt. Ungir sem aldnir hjálpuðust að við að draga fé í dilka í sólskinsveðri. Réttin, sem staðsett er í mynni Reykjadals, var tekin í notkun árið 2016. Hönnuður réttarinnar, Ólafur Dýrmundsson, stendur einmitt þarna í miðið. Í fjarska má sjá ferðamenn ganga upp dalinn.
Mynd / ghp
Líf og starf 30. september 2024

Blítt og létt í Ölfusrétt

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sólin skein á gangnamenn og gesti Ölfusréttar sunnudaginn 15. september síðastliðinn.

Ölfusrétt, sem staðsett er í mynni Reykjadals, var tekin í notkun árið 2016. Dr. Ólafur Dýrmundsson, fyrrverandi landsráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands og fjárbóndi í Reykjavík, hannaði og teiknaði réttina. „Þetta er mjög þægileg rétt, bæði fyrir fjárbændur og réttargesti og hefur reynst vel. Ég hef hannað fleiri réttir hér á svæðinu, svo sem í Húsmúla og Krýsuvík.“

Hann lýsir því svæði sem smalað er til Ölfusréttar. „Það afmarkast að vestan af Skarðsmýrarfjalli, Hengli og Hengladölum, að norðan af sveitarfélagamörkum Ölfuss og Grafnings við Kýrgil og Ölkelduháls, að austan frá vörslugirðingu í Grafningsfjöllum, sem þar liggur frá Álúti, og þaðan austan Grændals, suður um Kamba, og þá tekur við vörslugirðingin í Orrustuhólahrauni á Hellisheiði sem myndar suðurmörkin,“ útskýrir Ólafur en daginn áður höfðu Ölfusingar smalað heiðalönd sín vestan Hengils til Húsmúlaréttar neðan Kolviðarhóls.

Eftir að hafa komið öllu fénu að réttinni hjálpuðust jafnt ungir sem aldnir við að draga féð í dilka.

Ólafur var þar staddur ásamt Sigurrós, dóttur sinni, í leit að fé úr Reykjavík og Kópavogi en hann heldur að jafnaði 10–12 vetrarfóðraðar í Breiðholtinu. „Lögrétt okkar er Fossvallarétt í Lækjarbotnalandi en við fáum líka fé í Húsmúlarétt, Hraðastaðarétt, Heiðarbæjarrétt, Ölfusrétt og Grafningsrétt þar sem ég var í gær,“ sagði Ólafur.

Hann hefur átt kindur í Reykjavík, og um skeið í Kópavogi, síðan 1957. Hann segist hafa fyrst komið í Ölfusrétt fyrir sextíu árum síðan. „Þá í gömlu Ölfusréttina í Hveragerði sem stóð nokkurn veginn þar sem Hótel Örk er. Hún var mjög stór, hlaðin úr hraungrýti, féð þá mjög margt.“

16 myndir:

Skylt efni: réttir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...