Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Blessuð eða bölvuð tollverndin?
Af vettvangi Bændasamtakana 14. ágúst 2025

Blessuð eða bölvuð tollverndin?

Höfundur: Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri BÍ.

Tollar hafa verið lagðir á svo lengi sem skipulögð viðskipti hafa verið stunduð, eða frá því fyrir um 3–2 þúsund árum fyrir Krist. Enn í dag, eða um 4–5 þúsund árum síðar, er verið að leggja á tolla og í stóra samhenginu eru bara „örfá ár“ frá því að tollfrelsi kom til sögunnar, eða um 2–300 ár eða svo. Tollverndin getur verið umdeild en í opnu litlu hagkerfi getur hún verið nauðsynleg til að tryggja fjölmarga hagsmuni sem snerta bæði efnahag og samfélagið í heild.

Tollarnir gegna meðal annars því hlutverki að vernda innlenda framleiðslu. Hérlendis eru til dæmis ekki lagðir tollar á kakó eða ólífur (né á yfir rúmlega 80% af landbúnaðarafurðum frá meginlandi Evrópu ef út í það er farið) enda engum kakótrjám til að dreifa hér á landi né veðurfari sem hagfellt er ólífurækt. Þess vegna væri engin vernd fengin með álagningu tolla á slíkar vörur enda ómöguleiki fyrir því að kakóbóndi á Suðurlandi fundi með ólífubónda á Austurlandi enda hvorugum til að dreifa – og má efast um að svo verði nokkurn tímann en hvað veit maður þó.

Álagning tolla á innfluttar vörur getur verið nauðsynleg, sérstaklega í landbúnaði, og einkum þegar erlendir framleiðendur njóta ósanngjarnra forskota, s.s. með lægri launakostnaði o.fl. Þannig geta innflutningstollar gert innlendum framleiðendum kleift að keppa á jafnari og sanngjarnari grundvelli. Verndin getur eflt viðnámsþrótt gagnvart ytri áföllum enda geta efnahagskreppur, ófriður eða skyndilegar stefnubreytingar í viðskiptalöndum haft alvarleg áhrif á þau ríki sem treysta á innflutning. Með innlendri framleiðslu matvæla má draga úr þessari áhættu og stuðla að stöðugra verði á matvælum. Þar að auki getur tollvernd dregið úr viðskiptahalla eða að minnsta kosti stuðlað að því að halda honum í skefjum (og þar með e.t.v. betri viðskiptakjörum) svo fátt eitt sé nefnt.

Verndin er ekki síst nauðsynleg til að tryggja fæðuöryggi, og þar með þjóðaröryggi, ásamt því að viðhalda beinum og óbeinum störfum á landsbyggðinni þar sem landbúnaður og kimar hans er mikilvægur hluti af samfélaginu í heild og ekki síður efnahagslífinu. Fyrir land eins og Ísland er tollverndin, eða eins takmörkuð og hún er í reynd, lykilatriði fyrir íslenskan landbúnað þannig að hann eflist frekar og framleiðslan aukist. Vissulega er mikilvægt að gæta þess að tollar verði ekki of háir og mikilvægt að vega og meta vandlega hvort ávinningur af tollum, t.d. í formi aukinnar innlendrar framleiðslu og atvinnusköpunar, vegi þyngra en hugsanleg neikvæð áhrif til skemmri tíma. Hér á landi eru endalaus tækifæri til nýsköpunar og aukinnar verðmætasköpunar í landbúnaði. Almenningur er með bændum í liði og neytendur velja fremur hreinar íslenskar afurðir heldur en innfluttar og þar koma margar ástæður til. Að auki er þá innlend framleiðsla og verðmætasköpun efld og slíkt mun ávallt skila samfélaginu ábata. Þannig að við verðum ekki öðrum háð og getum haft ofan í okkur og á þrátt fyrir ytri áföll og séum ekki að reiða okkur á aðra. Almenningur gerir sér grein fyrir því að það eru hagsmunir allra sem hér búa að rækta og verja þann grunn sem íslenskur landbúnaður er – þetta snýst ekki bara um að halda í rómantíkina með blómlegt líf í sveitum heldur langtum stærri hagsmuni. Heimsmyndin er að breytast, hvort sem um er að ræða veðurfar, landgæði og næði, fólksfjölgun eða auknar deilur og titring innan alþjóðasamfélagsins, skiptir það okkur öll máli að hérlendis verði áfram traustur grunnur fyrir sjálfbæra matvælaframleiðslu og að landbúnaður eflist enn frekar. Sjálfbær innlend matvælaframleiðsla er ekki eingöngu munaður heldur nauðsyn. Þær þjóðir sem stunda mikinn útflutning matvæla eru margar farnar að gera reka að því að halda að sér höndum varðandi útflutning – við höfum ekki það forskot enda flytjum við takmarkað út af landbúnaðarfurðum. Eðlilega erum við ekki í sömu stöðu og mörg önnur ríki enda lítil þjóð á eyju í Atlantshafi en ekki hluti af meginlandi Evrópu. Þess vegna eigum við meira undir en margar aðrar þjóðir að hafa hér áfram öflugan innlendan landbúnað og efla enn frekar. Ein grunnforsendan fyrir slíku áframhaldi er að tryggja landbúnaðinum, sem grunnatvinnugrein hér á landi, fyrirsjáanleika og rekstrarvissu þannig að þessi störukeppni varðandi blessaða (ekki bölvaða) tollverndina hætti.

Skylt efni: tollvernd

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...