Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mikil leikgleði og kraftur einkennir félagsmenn Leikklúbbs Laxdæla en félagið sem slíkt er á stöðugri uppleið eftir nokkurn tíma í dvala.
Mikil leikgleði og kraftur einkennir félagsmenn Leikklúbbs Laxdæla en félagið sem slíkt er á stöðugri uppleið eftir nokkurn tíma í dvala.
Menning 28. mars 2024

Blessað barnalán

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikklúbbur Laxdæla setur nú á svið verkið Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson, en félagið fagnaði hálfrar aldar afmæli árið 2021 með pomp og prakt.

Hefur leikfélagið verið starfandi síðan í mars 1971, stofnað að tilhlutan Kvenfélagsins Þorgerðar Egilsdóttur og Ungmennafélagsins Ólafs Pá, en þessi tvö félög höfðu áður staðið fyrir leiklistarstarfsemi í Dalasýslu. Fyrsta verk Leikklúbbs Laxdæla á sviði hét Skóarakonan dæmalausa sem aldrei áður hafði verið til sýninga hérlendis. Var það verk einnig sýnt á fertugsafmæli félagsins árið 2011.

Eftir nokkur ár mikillar virkni lagðist starfsemi þess í nokkurn dvala þar til í fyrra, en þá hlaut leikfélagið bæði styrk úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs og Uppbyggingarsjóði Vesturlands með það fyrir augum að koma verki á svið, og efla leikfélagið sem skyldi. Var verkið Vodkakúrinn sýnt fyrir fullu húsi og hélt þrjár sýningar í Dalabúð í apríl 2023.

Velgengnin var svo sannarlega innblástur til að halda áfram og hefur félagið nú ráðið Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóra til starfa við að koma á svið gamanleikritinu Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson. Fjallar það um aldraða fimm barna móður sem grípur til hvítrar lygi til þess að fá börnin sín öll í heimsókn, eftir að þau afboða komu sína hvert af öðru.

Uppselt er á frumsýninguna þann 27. mars en önnur og þriðja sýning verða dagana 30. mars og 1. apríl – allar klukkan 20. Miða – og mat – má panta á netfanginu leikklubburinn@ gmail.com og miðaverð er 3.500 kr. en 3.000 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja, en einnig er hægt að kaupa smáréttaplatta og drykki.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...