Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Árni Jóhannesson með fyrstu bleikjuna sína úr Hörgá þetta árið.
Árni Jóhannesson með fyrstu bleikjuna sína úr Hörgá þetta árið.
Í deiglunni 8. ágúst 2019

Bleikjan farin að gera vart við sig í Hörgá

Höfundur: Gunnar Bender
Þessa dagana er sjóbleikjan víða farin að gefa sig hjá veiðimönnum. Fátt er skemmtilegra en að veiða fallega bleikju og fá hana til að taka flugu sem maður hefur hnýtt í vetur.
 
Í næstu blöðum munum við skoða nokkur skemmtileg bleikjusvæði  og  við byrjum á Hörgá í Hörgárdal. Þar er bleikjan byrjuð að gefa sig þessa dagana.
 
Hörgá er ein af stærstu perlum sjóbleikjuveiðinnar og er vinsæl norðan heiða. Hún er vatnsmikil og oftast er smá litur á henni. Veiðisvæðin eru sex og veitt á tvær stangir á hverju svæði. Margir bregða sér í Bægisárhylinn þar sem bleikjan safnast fyrir áður en hún heldur ferð sinni áfram upp Öxnadalinn. Aðrir bregða sér á svæði 4 b í Hörgárdalnum þar sem áin er vatnsminni og minna lituð, sérstaklega þegar komið er upp fyrir Barkána, eina af þverám Hörgár sem kemur úr Barkárjökli. Svo eru þeir sem velja að arka eyrarnar á svæði 3 og 4 a og uppgötva nýja veiðistaði ár hvert en áin breytir sér talsvert á þessu svæði milli ára. 
 
Það er leyfilegt að veiða á allt agn í Hörgánni og enginn kvóti er á afla. Hins vegar treystum við veiðimönnum okkar til þess að ganga gætilega um stofninn og sleppa stærstu bleikjunni ef hún er ósærð. Bleikjustofninn hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár. Bleikjuveiði í Hörgá hefur þó verið heldur upp á við síðastliðin tvö ár og vonum við að hann haldi áfram að rétta úr kútnum.
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...