Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vinningsmynd í samkeppni um skemmtilegustu myndina af bleikum heyrúll­um. Myndin heitir „Fortíðin og framtíðin” og er eftir Sunnu Mjöll Bjarnadóttur.
Vinningsmynd í samkeppni um skemmtilegustu myndina af bleikum heyrúll­um. Myndin heitir „Fortíðin og framtíðin” og er eftir Sunnu Mjöll Bjarnadóttur.
Fréttir 4. janúar 2018

Bleikar og bláar heyrúllur safna 1,2 milljónum króna

Söfnunarátakið „Bleikar og bláar heyrúllur“ sem bændur, dreifingaraðilar og framleiðandi heyrúlluplasts standa að, skilaði 1,2 milljónum króna til Krabbameinsfélagsins í ár.
 
Á síðasta ári slógu „Bleikar heyrúllur“ í gegn og var ætlað að vekja athygli á árvekni um brjóstakrabbamein. Í sumar bættust bláar heyrúllur við og skreyttu tún bænda víða um land með það að markmiði að minna á árvekni um blöðruhálskrabbamein. 
 
Sænski framleiðandinn Trioplast, innlendir dreifingaraðilar og bændur, lögðu samtals fram andvirði þriggja evra af hverri seldri bleikri eða blárri plastrúllu sem hver dugir á 26 bleikar heyrúllur á túni ef vafið er sexfalt. Afraksturinn rennur til Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins og rannsókna á brjóstakrabbameini og blöðruhálskirtilskrabbameini sem eru algengustu krabbamein kvenna og karla. 
 
Hugmyndin að átakinu er komin frá viðskiptavini Trioplast á Nýja-Sjálandi og í framhaldinu tryggði fyrirtækið að bleiki liturinn stæðist ítrustu kröfur bænda. Nú hafa bleiku heyrúllurnar einnig hafið innreið sína í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, Sviss, Bretlandi og Írlandi, auk fleiri landa og vekja alls staðar mikla athygli.
 
Umboðsaðili Trioplast á Íslandi, Plastco hf., hefur umsjón með verkefninu og dreifingaraðilar eru Sláturfélag Suðurlands, Kaupfélag Skagfirðinga, Bústólpi, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Kaupfélag Borgfirðinga, Kaupfélag Steingrímsfjarðar og KM þjónustan Búðardal.
 
Krabbameinsfélagið þakkar  öllum sem staðið hafa að þessu skemmtilega söfnunarátaki fyrir stuðninginn. Félagið fagnar samstöðu bænda, söluaðila og umboðsaðila í að vekja athygli á árvekni gagnvart algengustu krabbameinum íslenskra karla og kvenna. Krabbameinsfélagið hvetur bændur og almenning áfram til þess að birta myndir á samfélagsmiðlum og merkja þær #bleikrulla eða #blarulla og vekja þannig athygli á verkefninu. Fjölda skemmtilegra mynda má nú þegar sjá á samfélagsmiðlum.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...