Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þetta er kýrin Bleik sem hefur mjólkað mest allra kúa á Íslandi.
Þetta er kýrin Bleik sem hefur mjólkað mest allra kúa á Íslandi.
Mynd / Pétur Friðriksson
Fréttir 25. nóvember 2024

Bleik slær Íslandsmet

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kýrin Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd hefur mjólkað mest allra íslenskra kúa.

Bleik er í eigu Péturs Friðrikssonar og er hún á fimmtánda vetri. Hún hefur mjólkað samtals 114.731 kíló á ævinni. Það var ljóst við uppgjör afurðaskýrslna októbermánaða. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins greinir frá.

Bleik er fædd 14. ágúst 2009, undan Grana 1528871-0982 Hersissyni 97033 og Stássu 873 Stássadóttur 04024. „Bleik bar sínum fyrsta kálfi 31. október 2011 og hefur borið ellefu sinnum síðan þá, eða alls tólf sinnum, nú síðast 12. ágúst sl. Mestar afurðir á ári hingað til eru 10.372 kg árið 2016 en mestu mjólkurskeiðsafurðir 13.078 kg á því fimmta og næstmestar á ellefta mjólkurskeiði, eða nákvæmlega 12 þús. kg,“ segir í frétt RML.

Eldra Íslandsmet í æviafurðum átti Mókolla 230 á Kirkjulæk sem mjólkaði 114.635 kg á sínu skeiði. Aðeins níu íslenskar kýr hafa mjólkað meira 100.000 kíló á ævinni.

Skylt efni: Íslenska kýrin

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f