Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Magnús Magnússon, markaðsstjóri Húsasmiðjunnar og Blómavals, Diana Allansdóttir, deildarstjóri Blómavals, Birgir Birgisson hjá Garðyrkjustöðinni Ficus og Árni Reyni Alfreðsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Krabbameinsfélaginu með bleiku jólastjörnuna.
Magnús Magnússon, markaðsstjóri Húsasmiðjunnar og Blómavals, Diana Allansdóttir, deildarstjóri Blómavals, Birgir Birgisson hjá Garðyrkjustöðinni Ficus og Árni Reyni Alfreðsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Krabbameinsfélaginu með bleiku jólastjörnuna.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 10. október 2022

Bleik jólastjarna til styrktar Krabbameinsfélaginu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bleikar jólastjörnur, eða októberstjörnur eins og þær eru kallaðar, eru ræktunarafbrigði af og náskyldar rauðu og hvítu jólastjörnunum sem allir þekkja.

Í ár verða októberstjörnur seldar í verslunum Blómavals og Húsasmiðjunnar um allt land og rennur hluti ágóðans til styrktar Bleiku slaufu Krabbameinsfélagsins.

Bleika yrkið, Poinsettia euphorbia pulcherrima 'J'Adore Pink', ber, eins og nafnið gefur til kynna, bleik háblöð en að öðru leyti svipar henni til hefðbundinnar jólastjörnu. J'Adore er komið úr frönsku og þýðir ég elska og heiti yrkisins ég elska bleikt og passar því vel við bleikan októbermánuð.

Slaufan gegnir mikilvægu hlutverki

Diana Allansdóttir, deildarstjóri hjá Blómavali, hvetur fólk og fyrirtæki til styrkja gott málefni og um leið að skreyta heimili sín og fyrirtæki með því að kaupa októberstjörnuna.

„Salan á henni hefur verið að aukast ár frá ári og við vonumst til að það sé að skapast hefð fyrir henni og um leið að styrkja Krabbameinsfélagið.“

Árni Reynir Alfreðsson, forstöðumaður markaðsmála og fjáröflunar hjá Krabbameinsfélagi Íslands, tók við fyrstu október­ stjörnunni í ár 30. september síðastliðinn. Við það tilefni sagði Árni að Bleika slaufan gegndi afar stóru hlutverki í markaðs­ og fjáröflunarstarfi Krabbameinsfélagsins.

„Hún gerir félaginu kleift að vinna að sínum markmiðum sem eru að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, að lækka dánartíðni þeirra sem greinast með krabbamein og að bæta lífsgæði þeirra sem greinast og aðstandendur þeirra.“

Skylt efni: bleikur október

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f