Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Dún safnað á einum af fáum sólskinsdögum í Árnesey í Árneshreppi í vor. / Mynd Hrefna Þorvaldsdóttir.
Dún safnað á einum af fáum sólskinsdögum í Árnesey í Árneshreppi í vor. / Mynd Hrefna Þorvaldsdóttir.
Fréttir 25. ágúst 2017

Blautt vor og kollurnar skiluðu sér illa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Síðastliðið vor var einstaklega votviðrasamt í Árneshreppi á Ströndum og dúntekja í ár ein sú minnsta í fjöldamörg ár. Kollur skiluðu sér seint og illa á hreiður.

Hrefna Þorvaldsdóttir, bóndi í Árnesi 2 í Árneshreppi, segir að dúntekja í sumar hafi verið lítil miðað við undanfarin ár. „Miðað við undanfarin ár var hún reyndar mjög lítil.“

Fuglinn skilaði sér illa

„Vorið hér í Árneshreppi var rosalega votviðrasamt og með því úrkomumesta sem menn muna eftir. Fuglinn skilaði sér ekki allur á hreiður og kollurnar sem gerðu það komu seinna en vanalega og vegna bleytunnar var erfitt að safna dúninum. Fyrir vikið var mun minna af honum og hann lélegri.
Meira að segja krían sem vanalega kemur hingað 8. maí eins og eftir dagatali frestaði varpinu og verpti seinna í ár vegna mikilla rigninga.“

Svipað ástand hjá öllum í hreppnum

Samkvæmt upplýsingum Bænda­blaðsins er ástandið svipað á Dröngum og í Ófeigsfirði í Árneshreppi þar sem einnig er stunduð dúntekja.
Að sögn Hrefnu dregur hátt gengi krónunnar úr útflutningi á dúni. „Og það er ekki að hjálpa okkur heldur.“

Skylt efni: dúntekja | dún | Árneshreppur | Árnesey

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f