Sveitarstjórarnir (f.v.) Sylvía Karen Heimisdóttir, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Aldís Hafsteinsdóttir, Hrunamannahreppi, Ásta Stefánsdóttir, Bláskógabyggð, og Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, Grímsness- og Grafningshreppi, leiða „Sveitarfélög ársins 2025“ skv. BSRB og Gallup.
Sveitarstjórarnir (f.v.) Sylvía Karen Heimisdóttir, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Aldís Hafsteinsdóttir, Hrunamannahreppi, Ásta Stefánsdóttir, Bláskógabyggð, og Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, Grímsness- og Grafningshreppi, leiða „Sveitarfélög ársins 2025“ skv. BSRB og Gallup.
Mynd / samband.is
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins 2025“.

Útnefning Sveitarfélaga ársins er á grunni niðurstaðna viðhorfskönnunar félagsfólks bæjarstarfsmannafélaga og stéttarfélaga innan BSRB og var könnunin gerð í samstarfi við Gallup. Veitt er viðurkenning fyrir bestu heildarniðurstöðu þátta sem stuðla að blómlegu og heilbrigðu starfsumhverfi starfsfólks sveitarfélaga.

Í öðru sæti varð Grímsnesog Grafningshreppur, því þriðja Hrunamannahreppur og fjórða Skeiða- og Gnúpverjahreppur. Árlega eru veitt verðlaun og viðurkenning fyrir sveitarfélögin sem verma fjögur efstu sætin og fá þau sæmdarheitið Sveitarfélag ársins.

Þetta er fjórða árið í röð sem könnun af þessu tagi er gerð og hefur Bláskógabyggð fengið viðurkenningu á hverju ári. Frá upphafi hafa sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu raðað sér í flest efstu sætin. Er könnunin sögð veita mikilvægar upplýsingar um starfsumhverfi og stjórnun. Mælingin nái yfir fjölbreytta þætti og fáist heilsteypt mynd af innra starfsumhverfi sveitarfélaganna.

Tilgangurinn með könnuninni er að hvetja stjórnendur sveitarfélaga til að veita starfsumhverfi meiri athygli og ráðast í umbótaverkefni þar sem þess er þörf. Einnig er ætlunin að niðurstöðurnar skapi almenna umræðu um starfsumhverfi og stjórnun á vinnustöðum, félagsfólki stéttarfélaganna til hagsbóta. Ekki síst er tilgangurinn að veita góðum vinnustöðum viðurkenningu fyrir að hlúa vel að starfsfólki.

Skylt efni: Bláskógabyggð

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...