Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hjónin Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson á Egilsstöðum eiga og reka KHB-brugghús auk gisti- og veitingareksturs á Borgarfirði eystra.
Hjónin Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson á Egilsstöðum eiga og reka KHB-brugghús auk gisti- og veitingareksturs á Borgarfirði eystra.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 28. maí 2024

Bjórinn Naddi sló í gegn í London

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórverðlaun fyrir skemmstu.

KHB brugghús sendi fjóra bjóra í keppnina London Beer Competition í vor og fengu þeir allir verðlaun. Lagerbjórinn Naddi fékk gullverðlaun og bjórarnir Gellivör, Jólanaddi og Borghildur silfurverðlaun.

Bjórar í bauk frá KHB brugghúsi.

„Þessi keppni er mikils metin í alþjóðlegum bjóriðnaði og við einkunnagjöf er horft til gæða, gilda og umbúða,“ segir Helgi Sigurðsson, annar eigandi KHB Brugghúss á Borgarfirði eystra. London Beer Competition miði að því að viðurkenna og fagna bjórvörumerkjum sem neytendur raunverulega vilja kaupa, þ.e.a.s. smásalar, verslanir og veitingastaðir. 

„Við erum himinlifandi yfir árangri okkar í keppninni. Naddi, dökki lagerbjórinn okkar, fékk gullverðlaun og samtals 92 stig. Fyrir gæði hlaut hann 95 stig. Gellivör, IPA-bjórinn okkar, var einnig mjög nálægt gullinu, með samtals 88 stig, þar af 89 stig fyrir gæði. Einnig hlutu Jólanaddi, sem er jólaútgáfa af Naddanum, og Borghildur, ljósi lagerinn okkar, góða dóma og silfurverðlaun,“ segir Helgi.

KHB brugghús leggur, að sögn Helga, áherslu á gæðahráefni og kaupir það frá Tékklandi, frá litlu fjölskyldufyrirtæki sem starfað hefur í rúm hundrað ár.

„Við vitum því að gæðin eru í lagi. Við vinnum einnig náið með tékkneskum bruggmeisturum með mikla reynslu og Þorsteinn Brandsson, yfirbruggmeistari KHB, hefur náð góðum tökum á faginu og er með allt á hreinu hvað þetta varðar. Allir bjórarnir okkar eru ferskvara, ógerilsneyddir og án viðbætts sykurs og rotvarnarefna,“ segir Helgi jafnframt.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...