Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Maðksmoginn viður. Lirfur barkarbjalla lifa á við og mynda svona för eftir því sem þær éta sig áfram.
Maðksmoginn viður. Lirfur barkarbjalla lifa á við og mynda svona för eftir því sem þær éta sig áfram.
Fréttir 14. mars 2018

Bjöllur á undanhaldi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samhliða því að trjátegundum í Evrópu fækkar dregur það úr líffræðilegri fjölbreytni í álfunni. Nýjar rannsóknir sýna að pöddum af öllu tagi hefur einnig fækkað. Ekki síst bjöllum sem lifa á trjám.

Ýmsum kann að þykja það kostur að pöddum og skorkvikindum fækki í nærumhverfi sínu en slíkt er verulega vanhugsað. Pöddur af öllu tagi eru nauðsynlegar til að frjóvga plöntur, ekki síst ávaxtatré, og pöddurnar eru nauðsynleg fæða fugla og lítilla spendýra.

Bjöllum fækkar

Bjöllur geta verið skaðræðis­kvikindi og valdið verulegum búsifjum á ökrum og í skógrækt og viðarvinnslu. Talning á bjöllum í Evrópu sýnir að þeim hefur fækkað gríðarlega og eru þær taldar til þeirra pöddutegunda sem fækkar hraðast. Á þetta sérstaklega við svokallaðar barkarbjöllur sem lifa á eða undir berki lifandi trjáa.

Bjöllufriðunarsinnar segja að allt að 18% trjábjöllutegunda í Evrópu séu í alvarlegri útrýmingarhættu. Samkvæmt greiningum eru bjöllutegundir í Evrópu hátt í 29 þúsund og um fjögur þúsund þeirra lifa á gömlum og rotnandi trjám.

Staða bjöllunnar er ekki viðkvæm fyrir þær sakir að margar þeirra eru sérhæfðar þegar kemur að kjörlendi. Sumar halda sig við ákveðnar trjátegundir, á ákveðnum svæðum og meira að segja trjátegundum á ákveðnum aldri, ekki síst eldri tré. Vegna þess er ekki nóg að huga eingöngu að friðun bjöllunnar því svo að slíkt sé mögulegt þarf að friða tré og skóga.

Samhengi náttúrunnar

Skógaeyðing og einhæf útplöntun trjátegunda fyrir eldri blandaða skóga er því ekki einungis slæmt fyrir tré heldur alla lífkeðjuna og rífur hið dásamlega samhengi alls í náttúrunni. 

Skylt efni: Umhverfismál | Evrópa | bjöllur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...