Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bjóða sig fram í stjórn Bændasamtaka Íslands
Fréttir 7. mars 2024

Bjóða sig fram í stjórn Bændasamtaka Íslands

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sjö frambjóðendur hafa gefið kost á sér til setu í stjórn Bændasamtaka Íslands næstu tvö árin, en sex meðstjórnendur munu skipa nýja stjórn með Trausta Hjálmarssyni, nýkjörnum formanni.

Af þeim stjórnarmönnum sem sitja nú í stjórn gefa tveir kost á sér til endurkjörs; þau Reynir Þór Jónsson, nautgripa­ og sauðfjárbóndi á Hurðarbaki í Flóa, og Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði.

Aðrir frambjóðendur eru Eyjólfur Ingvi Bjarnason, sauðfjár­ bóndi í Ásgarði í Dölum, Axel Sæland, garðyrkjubóndi á Espiflöt í Bláskógabyggð, Sigurbjörg Ottesen, nautgripa- og sauðfjárbóndi á Hjarðarfelli í Eyja- og Miklaholtshreppi, Petrína Þórunn Jónsdóttir, svína­ og kornbóndi í Laxárdal í Skeiða­ og Gnúpverjahreppi, og Björn Ólafsson, sauðfjár­ og skógarbóndi á Krithóli í Skagafirði. Til varastjórnar eru eftirfarandi frambjóðendur í kjöri: Eydís Rós Eyglóardóttir, alifuglabóndi á Vatnsenda í Flóahreppi, Steinþór Logi Arnarsson, sauðfjárbóndi á Stórholti í Dölum, og Björn Ólafsson, sauðfjár­ og skógarbóndi á Krithóli í Skagafirði.

Þess skal getið að þegar blaðið fór í prentun voru enn eftir 12 tímar af framboðsfresti. Kosið er á Búnaðarþingi 2024 sem haldið verður á Hótel Natura í Reykjavík 14.–15 mars.

Nýtt Bændablað kom út í dag

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...