Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bjarni og Anton Helgi hlutu Borgfirsku menningarverðlaunin
Líf og starf 20. september 2022

Bjarni og Anton Helgi hlutu Borgfirsku menningarverðlaunin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórn minningarsjóðs Ingibjargar Sigurðardóttur og Guðmundar Böðvarssonar, skálds og bónda á Kirkjubóli í Hvítársíðu, komst að þeirri niðurstöðu að Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri og Anton Helgi Jónsson skáld hljóti Borgfirsku menningarverðlaunin árið 2022.

Verðlaunin eru veitt í tveimur flokkum. Annars vegar fyrir menningarmál og hins vegar ljóðlist og voru afhent í Reykholtskirkju sunnudaginn 28. ágúst síðastliðinn.

Fróðleikur um búskaparhætti

Í greinargerð vegna verðlaunanna segir meðal annars að Bjarni Guðmundsson hafi verið ötull við að safna fróðleik um búskaparhætti frá upphafi landnáms til dagsins í dag og að þeim fróðleik hafi hann miðlað í fjölda bóka og rita og hann hljóti menningarverðlaun Minningarsjóðs Ingibjargar Sigurðardóttur og Guðmundar Böðvarssonar.

Einföld sem flókin fyrirbæri skilgreind

Um Anton Helga Jónsson segir að meðal helstu höfundareinkenna hans sé ríkt skopskyn sem með tímanum hefur fengið æ dýpri undirtóna. Hann beitir heimspekilegri nálgun á viðfangsefnin sem geta verið afar hversdagsleg, jarðbundin og líkamleg. Einföld sem flókin fyrirbæri eru skilgreind upp á nýtt með frumlegum og óvæntum hætti, tvíræðni og margræðni eru meðal helstu einkenna í skáldskap hans. Ljóðin afhjúpa hvers kyns mótsagnir mannlegs lífs, bresti samfélagsins en einnig einstaklingsins. Anton Helgi hlaut verðlaunin fyrir ljóðlist.

Um minningarsjóðinn

Minningarsjóður Ingibjargar Sigurðardóttur og Guðmundar Böðvarssonar frá Kirkjubóli í Hvítársíðu var stofnaður 1974 og hlutverk hans er að leggja lið og vekja athygli á því sem vel er gert í menningarmálum í Borgarfirði og ljóðlist á Íslandi. Auk þess að halda á lofti minningu hjóna Ingibjargar Sigurðardóttur og Guðmundar Böðvarssonar, skálds og bónda á Kirkjubóli í Hvítársíðu.

Skylt efni: menningarverðlaun

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f