Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á myndinni eru frá vinstri: Tara frá Sýrnesi, Vésteinn Garðarsson á Vaði, Benedikt Arnbjörnsson á Bergsstöðum, Ragnar Þorsteinsson í Sýrnesi, Böðvar Baldursson og Arnþór Máni Böðvarsson í Heiðargarði, Steingrímur Vésteinsson á Vaði, Embla frá Heiðargarði og Sveinbjörn Þór Sigurðsson á Bústöðum, en hann heldur í gimbur sem varð bandvön við smölunina.
Á myndinni eru frá vinstri: Tara frá Sýrnesi, Vésteinn Garðarsson á Vaði, Benedikt Arnbjörnsson á Bergsstöðum, Ragnar Þorsteinsson í Sýrnesi, Böðvar Baldursson og Arnþór Máni Böðvarsson í Heiðargarði, Steingrímur Vésteinsson á Vaði, Embla frá Heiðargarði og Sveinbjörn Þór Sigurðsson á Bústöðum, en hann heldur í gimbur sem varð bandvön við smölunina.
Mynd / Hólmfríður Kristjánsdóttir
Líf og starf 12. janúar 2024

Bjargvættir

Höfundur: Ragnar Þorsteinsson, Sýrnesi

Um miðjan desember sást til kinda í sumarbústaðalandi í Jódísarstaðaskógi við Skjálfandafljót. Við nánari athugun kom í ljós að um var að ræða þrjú hvít lömb. Þá voru liðnir um þrír mánuðir frá því að hefðbundinni smölun var lokið. Nokkur umferð hafði verið í skóginum, bæði frá bústöðum og við grisjun hans, en ekkert sést til kinda. Einnig hafði verið nokkuð leitað á svæðinu að svarbotnóttri veturgamalli á með svart lamb úr Sýrnesi. Um hádegi á Þorláksmessu sást svo aftur til þeirra við góðar aðstæður og þá var smalað saman góðu liði sem hljóp frá skötu og öðru Þorláksmessugóðgæti til smalamennsku!

Eftir tiltölulega stutta en snarpa atlögu náðust svo lömbin og þá kom í ljós að þau voru frá Sýrnesi í Aðaldal. Var þá búið að afskrifa þau úr bókhaldi og ekki talið að þau væru lifandi. Lömbin voru allvel á sig komin, nánast eins og þau væru að koma af kálbeit, metin af smölum í fituflokk 3+ og við vigtun voru hrútarnir 41 kg og 46 kg og gimbrin 39 kg. Þeim hefur síðan heilsast vel í húsi. Þrátt fyrir frekari leit hefur ekkert sést til þeirrar veturgömlu og lambsins hennar.

Hér má sjá Sveinbjörn Þór Sigurðsson, bónda á Bústöðum, sem heldur í bandvana gimbur, eitt þeirra
ævintýragjörnu dýrasem sjá má á myndinni hér að ofan.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...