Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bjargráðasjóður fær 500 milljónir vegna kal- og girðingatjóna
Mynd / Bbl
Fréttir 27. nóvember 2020

Bjargráðasjóður fær 500 milljónir vegna kal- og girðingatjóna

Höfundur: smh

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun bæta 500 milljónum króna við Bjargráðasjóð vegna kal- og girðingatjóna síðasta vetur. 

Það mun þó ekki nægja til að bæta allt tjón frá síðastliðnum vetri, sem var óvenju mikið. Samanlagt tjón er metið á 960 milljónir króna, 800 milljón króna kaltjón og 160 milljón króna girðingatjón, og fyrir í Bjargráðasjóði voru um 200 milljónir króna.

Kristján sagði í svari við fyrirspurn Þórunnar Egilsdóttur, þingflokksformanns Framsóknarflokksins á Alþingi í byrjun október að hann ætlaði að beina því til þingsins við meðferð fjárlaga að öllum óskum um bætur yrði mætt. 

Bjargráðasjóður er í dag sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins en var til ársins 2016 að jöfnu í sameign ríkisins og Bændasamtaka Íslands. Bjargráðasjóður starfar sam­kvæmt lög­um nr. 49/2009 og er sjálf­stæð stofn­un í eigu rík­is­ins. Hlut­verk hans er að veita ein­stak­ling­um og fé­lög­um fjár­hagsaðstoð til að bæta meiri­hátt­ar beint tjón af völd­um nátt­úru­ham­fara, meðal ann­ars vegna tjóns á girðing­um og vegna upp­skeru­brests af völd­um óvenju­legra kulda, þurrka og kals.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...