Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýja Bændahöllin í Borgartúni.
Nýja Bændahöllin í Borgartúni.
Mynd / VH
Fréttir 22. september 2022

BÍ og Bbl. flutt í Borgartún 25

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændasamtök Íslands og Bændablaðið hafa flutt alla starfsemi sína í nýtt húsnæði að Borgartúni í Reykjavík. Þar með er hætt allri starfsemi samtakanna í Bændahöllinni við Hagatorg.

Nýja húsnæðið er í glæsilegu rúmlega 300 fermetra skrifstofuhúsnæði á fjórðu hæð að Borgartúni 25, 105 í Reykjavík.

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að flutningarnir marki ákveðin tímamót í sögu samtakanna enda hafa þau haft aðsetur á sama stað frá árinu 1965. „Með sameiningu aðildarfélaganna og Bændasamtakanna á síðasta ári, höfum við náð að efla samtökin til muna og ná meiri samvinnu og slagkrafti í starfsmannahópnum um verkefnin.“

Undanfarið hefur starfsfólk samtakanna og Bændablaðsins unnið að flutningum úr Bændahöllinni á nýja staðinn og að koma sér fyrir. Flutningarnir gengu vel og er starfsemi samtakanna komin í eðlilegt horf og vinnsla Bændablaðsins á fullt undir nýju þaki.

Með flutningunum lýkur um sextíu ára starfsemi Bændasamtakanna í Bændahöllinni og þrátt fyrir að margir munu sakna gamla vinnustaðarins eru starfsmenn jákvæðir út af breytingunum og hlakka til að takast á við ný verkefni í nýju húsnæði.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...