Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Skálholt er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins, enda koma þar margar rútur á hverjum degi ársins með ferðamenn.
Skálholt er einn af vinsælustu ferðamannastöðum landsins, enda koma þar margar rútur á hverjum degi ársins með ferðamenn.
Líf og starf 15. febrúar 2018

Biskupshúsið í Skálholti fær nýtt hlutverk

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Það er augljóst að hraða þarf framkvæmdum eins fljótt og auðið er, einfaldlega vegna þess að hinn stöðugi straumur ferðamanna þarfnast þjónustu sem staðurinn getur ekki sinnt nema að litlu leyti við þær aðstæður sem nú eru,“ segir Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, vegna nýs vígslubiskupshúss sem stendur til að byggja á staðnum. 
 
Haldin var samkeppni um hönnun hússins og var dómnefnd sammála um að mæla með tillögu ASK arkitekta til frekari útfærslu. Áhersluatriði keppnislýsingar voru: Innra fyrirkomulag, aðlögun húss að nýrri starfsemi, aðkoma og tengingar við nærliggjandi umhverfi og mannvirki, samhljómur við aðrar byggingar og umhverfi Skálholts og hagkvæmni í byggingu og rekstri. +
 
Svona mun biskupshúsið í Skálholti líta út samkvæmt tillögu ASK arkitekta.
 
Þjónustuhús fyrir  ferðamenn
 
Með breytingu á biskupshúsinu, frá því að vera heimili og móttökurými vígslubiskups, og aðstaða fyrir Skálholtsskórinn og organistann, verður nýja húsið  þjónustuhús fyrir kirkjugesti og ferðamenn. Reiknað er með að framkvæmdir við húsið hefjist í byrjun sumars. „Ég er hvorki fagmaður né spámaður og ætla ekki að geta mér til um kostnað eða byggingalok,“ bætti Kristján Valur við þegar hann var spurður út í kostnað við framkvæmdina. 

Skylt efni: Skálholt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f