Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Það getur valdið heilabrotum að raða hrútum í sæti.
Það getur valdið heilabrotum að raða hrútum í sæti.
Mynd / Aldís Gunnarsdóttir
Fréttir 21. nóvember 2016

Biskup valinn fegursti forystuhrúturinn í Svalbarðshreppi

Höfundur: DH
Mánudaginn 31. október var haldin hrútasýning á vegum sauðfjárræktarfélagsins Þistils í Þistilfirði. Sýningin var haldin í fjárhúsunum í Garði og mættu allmargir bændur með hrúta sína. Mikil hefð er fyrir hrútasýningum í Þistilfirði og hefur þátttaka yfirleitt verið góð þar.
 
Sýningin var í þremur hlutum, veturgamlir hrútar, lambhrútar og fegursti forystuhrúturinn. Ráðunautarnir Steinunn Anna Halldórsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson dæmdu hrútana.
 
Af veturgömlu hrútunum var efstur hrútur frá Svalbarði, Óður 15-101 undan Ljúflingi 11-101 frá Hagalandi. Móðir Óðs er 11-110 undan hrút frá Sandfellshaga 2, Gunna 09-103. Í öðru sæti var hrútur frá Gunnarsstaðabúinu, Keisari 15-043. Faðir hans var Kóngur 122-044, heimaalinn undan Gosa frá Ytri-Skógum. Móðir Keisara, 10-081 er undan Hróa frá Geirmundarstöðum. Í þriðja sæti var hrútur frá Hófataki á Gunnarsstöðum. Hann heitir Viti 15-340 undan Fjarka 10-150 frá Sandfellshaga 2 og móðir Vita er Elska 08-190 undan heimahrút, Kóng Gosasyni.
 
Af lambhrútunum var efstur hrútur no. 171 frá Flögu, í eigu Fjólu Runólfsdóttur í Hófataki á Gunnarsstöðum. Hrúturinn er undan Dofra 15-261 frá Flögu undan Hvata 13-926 og Kríu 07-027 sem er undan Lóðasyni. Í öðru sæti var hrútur no. 16-150 frá Hagalalandi, undan Grím 14-955 frá Ytri-Skógum og Klöppu 14-468 í Hagalandi en hún er undan Saum 12-915 frá Ytri-Skógum. Í þriðja sæti var einnig hrútur no. 10 frá Hagalandi, í eigu Gunnarsstaðabúsins, sonur Jökuls 13-158 í Hagalandi, Válasonar. Móðir hrútins er 11-120 í Hagalandi undan Ljóma 10-151 frá Hafrafellstungu.
 
Í annað sinn er valinn fegursti forystuhrútur Þistilfjarðar. Þar eru aðrar áherslur í ræktuninni. Þar eru kostirnir að vera háfættur, litfagur, athugull, að bera sig vel og að vera ekki of villtur. Í ár var það hrútur frá Laxárdal, í eigu Friðgeirs Óla Eggertssonar, Biskup 16-325 undan Draumi 15-325 Flórgoðasyni og Etnu 12-084 sem er frá Holti. Biskup  er af langræktuðu forystukyni í Þistilfirði og hefur flesta þá kosti sem forystuhrútur þarf að hafa.
 
Fræðasetur um forystufé gefur eignabikar fyrir fegursta hrútinn og er það hvatning til þeirra sem rækta forystufé en í Þistilfirði eru forystukindur á flestum bæjum. Þær eru mikið notaðar við rekstra milli hólfa og þegar sleppt er á fjall á vorin og á haustin eru þær notaðar við innrekstur og þegar verið er að flytja fé milli hólfa.
 
Að lokinni sýningunni bauð Þistill upp á kaffi og meðlæti. Þar spjallaði fólk saman, karpaði um hvort rétt væri raðað í sæti en þar eru menn sjaldan sammála. Nokkrir hrútar skiptu um eigendur enda er þetta góður vettvangur til að skoða hrútakost annarra og skipta á hrútum.

4 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...