Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Birgðir kindakjöts í sögulegu lágmarki
Fréttir 8. september 2022

Birgðir kindakjöts í sögulegu lágmarki

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nokkuð óvenjulegar aðstæður eru nú uppi á ýmsum sviðum varðandi framleiðslu og sölu á kindakjöti.

Opinberar tölur um birgðastöðu á kindakjöti gefa til kynna að aldrei hafi jafnlítið magn kindakjöts verið í birgðum við upphaf sláturtíðar og nú. Þá hafa sauðfjárbændur fengið vissa leiðréttingu á bágum kjörum undanfarinna ára, auk þess sem síðustu ásetningstölur gefa til kynna að nokkur fækkun verði á gripum sem koma til slátrunar þetta haustið. Talið er að þessir þættir geti haft áhrif á markaðsaðstæður kindakjöts á næstu misserum; framboð, verð og eftirspurn.

Samkvæmt upplýsingum frá Mælaborði landbúnaðarins voru birgðir kindakjöts í lok júlí rúm 767 tonn, en til samanburðar má nefna að mánaðarsala í sama mánuði voru rúm 500 tonn. Allar líkur eru því á að birgðir kindakjöts frá síðasta ári verði uppurnar nú í byrjun sláturtíðar. Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu munu endanlegar upplýsingar um birgðir í lok ágústmánaðar ekki liggja fyrir fyrr en um miðjan september, þegar afurðastöðvar hafa skilað inn upplýsingum um þeirra stöðu.

Ásetningur minnkað mjög á undanförnum árum

Ágúst Torfi Hauksson, forstjóri Kjarnafæðis Norðlenska og formaður Samtaka sláturleyfishafa, segir að taka verði opinberum tölum með fyrirvara, því þær gefi aðeins til kynna það magn sem afurðastöðvarnar sjálfar eru með – en ekki til dæmis kjötvinnslur og önnur fyrirtæki í úrvinnslu kindakjöts. Munurinn sé þó aldrei afgerandi mikill í þessu tilliti – og tölurnar ættu því að gefa nokkuð góða mynd. „Við erum í raun komin á góðan stað, með einhvers konar jafnvægispunkt á milli framleiðslu og eftirspurnar á innanlandsmarkaði.

Framleiðslukostnaður kindakjöts hefur hækkað mjög á undanförnum árum og um árabil hefur afurðaverð verið bændum óviðunandi. Því hafa bændur minnkað mjög ásetning á undanförnum árum, segir Ágúst.

Á milli áranna 2020 og 2021 varð 4,1 prósenta fækkun sauðfjár í landinu, þar sem vetrarfóðruðum kindum fækkaði úr 401.826 í 385.509. Ágúst segir að af þessu leiði óhjákvæmilega að eitthvað færri gripir komi til slátrunar þetta haustið. „Það verður mjög líklega minni framleiðsla, þó við sjáum ekki fyrir okkur eitthvert hrun núna. Ef hins vegar þessar verðhækkanir til bænda hefðu ekki komið til, þá hefði verið veruleg hætta á hruni í næstu sláturtíð – þar sem bændur taka ákvörðun um sinn ásetning ár fram í tímann.“

Það var nauðsynlegt að hækka afurðaverðið umtalsvert

„Það er alveg ljóst að eftirspurn eftir kindakjöti getur fallið eitthvað með hækkandi vöruverði á kindakjöti, sem mun fylgja hækkunum á afurðaverðinu. En það var nauðsynlegt á þessum tímapunkti að verð til bænda hækkaði umtalsvert til að mæta þeim gríðarlegu kostnaðarhækkunum sem hafa orðið á þeirra aðföngum. Það var alveg tómt mál að tala um lengur, að það gangi lengur að varan sé seld á markaði fyrir verð sem er langt undir framleiðslukostnaði,“ segir Ágúst.

Hann bendir á að þetta sé bara leiðrétting á kjörum sauðfjárbænda, því fari fjarri að þessar hækkanir bæti afkomumöguleika þeirra eitthvað verulega. „Kostnaðarhækkanirnar hafa verið með þvílíkum ólíkindum að afurðaverðshækkanirnar gera lítið annað en að halda í horfinu.

Kindakjöt hefur verið mjög ódýrt á markaði og kannski miklu ódýrara en það ætti að vera miðað við framleiðslukostnað. Íslendingar eru því góðu vanir hvað varðar verðlag á þessari vöru og því gæti talsverð hækkun leitt til minni eftirspurnar. En neytendur ættu samt að hafa þaðíhugaaðþaðerekkiþeimí hag að sauðfjárbændur fái svo lítið greitt fyrir sínar afurðir að þeim sé nauðugur einn kostur að hætta búskap, sem getur svo leitt af sér vöruskort á lambakjöti.“

Sjá nánar á bls. 2 í Bændablaðinu sem kom út í dag.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f