Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Birgðir kindakjöts 16,6 prósentum minni en í fyrra
Mynd / BBL
Fréttir 12. september 2017

Birgðir kindakjöts 16,6 prósentum minni en í fyrra

Birgðir af kindakjöti eru 16,6 prósent minni en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í umfjöllun um birgðastöðuna á vef Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), saudfe.is.

Mynd / saudfe.is

Birgðir 1. september síðastliðinn voru 1.063 tonn, en í fyrra voru þær 1.262 tonn. Talið er að frá þessum birgðum muni dragast 500 til 600 tonn áður en nýtt kjöt kemur að fullu inn á markaðinn, þar sem sala á innanlandsmarkaði sé um 560 tonn á mánuði að meðaltali.

„Umframbirgðir af kjöti frá sláturtíðinni haustið 2016 verða því um 500 tonn þegar upp er staðið eða rétt tæplega eins mánaðar sala. Þessar birgðir eru um 5% af heildarframleiðslunni sem er um 10 þúsund tonn ári,“ segir á vef LS.

LS gerir ráð fyrir að erlendir markaðir, fyrir um 1.500 til 2.000 tonn af kindakjöti, hafi lokast eða laskast verulega á undanförnum misserum. Sala innanlands hafi hins vegar aukist bæði í fyrra, um 331 tonn, og á fyrstu átta mánuðum þessa árs um 369 tonn – eða alls um 700 tonn frá ársbyrjun 2016. Markaðssetning gagnvart erlendum ferðamönnum í samstarfi við um 100 veitingastaði og öflugri markaðsherferð á samfélagsmiðlum er talin skýra þennan árangur.

Aukafjárveitingin skilaði 850 tonna sölu

Alþingi samþykkti aukafjárveitingu upp á 100 milljónir króna síðasta vetur í tengslum við sérstakt markaðsátak á erlendum mörkuðum. LS greinir frá því að það verkefni hafi skilað sölu á um 850 tonnum, auk þess sem sérstakt verkefni í Japan hafi skilað 170 tonna sölu. Þá sé útlit fyrir metár í sölu til Bandaríkjanna. Þessi góði árangur hefur samtals skilað sölu á 1.720 tonnum – á innanlandsmarkaði og í útlöndum.

Þrátt fyrir þennan góða árgangur telur LS að gera þurfi betur í markaðsstarfinu þar sem breska pundið sé enn lágt, Rússlands- og Noregsmarkaðir lokaðir og gengi krónunnar hátt.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f