Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú.
Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú.
Mynd / smh
Fréttir 31. maí 2021

Biobú kaupir Skúbb

Höfundur: smh

Biobú hefur keypt meirihlutann í ísgerðinni Skúbb, sem hefur selt lífrænt vottaðan ís frá stofnun árið 2017 á Laugarásvegi.

Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobú, segir að þau þekki Skúbb mjög vel enda selt þeim mjólk frá upphafi. „Skúbb hefur notað lífræn hráefni þar sem því var viðkomið og er stefnan að sækja um vottun á þeim ístegundum sem hægt er að fá vottun á.“

Ísgerðin komin á fullt

„Við erum rétt að komast inn í reksturinn, erum þó þegar byrjaðir að framleiða ís á fullu enda veðrið verið gott. Komum til með að færa framleiðsluna yfir í Biobú um næstu helgi og ná fram fullum afköstum í kjölfarið. Hluti framleiðslunnar verður þannig í húsnæði Biobú; sérframleiðsla á ís, ístertum, íssósum en allur bakstur verður áfram á Laugarásvegi.

Þetta er enn einn liður í að efla Biobú og framboð lífrænna matvara, því meira af lífrænni mjólk sem fer í vörur því betra fyrir neytendur og umhverfið,“ segir Helgi Rafn. Vonast er til að það bætist á haustdögum í hóp þeirra tveggja mjólkurframleiðenda, Neðri-Háls í Kjós og Búland í Austur-Landeyjum, sem nú sjá Biobú fyrir langmestu af hráefninu.

Í lok síðasta árs fékk Sláturhús Vesturlands lífræna vottun og hefur Biobú gert samning við sláturhúsið um að þjónusta fyrir það slátrun gripa frá Neðra-Hálsi og Búlandi og fullvinnslu á lífrænt vottuðu kjötinu. Að sögn Helga eru fyrstu sendingarnar af lífrænt vottuðu nautakjöti frá Biobú nýlega farnar í verslanir. Engar slíkar íslenskar vörur voru fyrir í almennum matvöruverslunum.

Skylt efni: Biobú | Skúbb

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f