Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ásgrímur Jónsson, listamaður.
Ásgrímur Jónsson, listamaður.
Menning 17. júlí 2023

Bílferð um söguslóðir Ásgríms

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ásgrímsleiðin er ökuferð um Flóann á söguslóðir Ásgríms Jónssonar listmálara, með viðkomu á sýningum Listasafns Árnesinga og Byggðasafns Árnesinga. Leiðin byrjar eða endar í Húsi Ásgríms, við Bergstaðastræti í Reykjavík.

Ásgrímur var fæddur 4. mars 1876 í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa og varð brautryðjandi í listasögu þjóðarinnar. Í Húsinu á Eyrarbakka er sýningin Drengurinn, fjöllin og Húsið, en þar réðist Ásgrímur til vistar upp úr fermingu. Þar er varpað ljósi á æsku hans og unglingsár. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.

Farið er um Stokkseyri að Gaulverjabæjarkirkjugarði þar sem Ásgrímur hvílir. Hægt er að heimsækja minnismerki um listamanninn, sem stendur innan skógræktarinnar Timburhóls, stutt frá æskustöðvum hans. Þótt húsin í Rútsstaðarhverfi séu löngu horfin, má enn sjá frá veginum Álfakirkju Ásgríms. Á þessari leið sést vel fjallahringurinn sem fóstraði sveininn og veitti honum innblástur.

Svo er sýningin Hornsteinn, afmælissýning Listasafns Árnesinga í Hveragerði, heimsótt en þar eru fjölmörg verk Ásgríms sýnd.

Með Ásgrímsleiðinni vilja söfnin vekja athygli á ævi og störfum Ásgríms Jónssonar en einnig fagna afmæli safnanna. Byggðasafnið á 70 ára afmæli á árinu og Listasafn Árnesinga fagnar 60 ára afmæli. Ásgrímsleiðin er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga, Listasafns Árnesinga og Listasafns Íslands, og er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Rætur Listasafns Árnesinga má rekja til gjafar Bjarnveigar Bjarnadóttur, frænku Ásgríms, og tveggja sona hennar sem færðu Árnesingum sjötíu listaverk eftir helstu listamenn þess tíma. Nítján þessara verka voru eftir Ásgrím. Listamaðurinn sjálfur ánafnaði Listasafni Íslands verk sín og heimili á Bergstaðastræti 74 og þar er í dag sýning á heimili hans og verkum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...