Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íbúar Bakkafjarðar komu saman til fundar á dögunum og fóru yfir stöðu verkefnisins „Betri Bakkafjörður“, sem staðið hefur yfir undanfarin misseri. Fundurinn var vel heppnaður og fjölmennur.
Íbúar Bakkafjarðar komu saman til fundar á dögunum og fóru yfir stöðu verkefnisins „Betri Bakkafjörður“, sem staðið hefur yfir undanfarin misseri. Fundurinn var vel heppnaður og fjölmennur.
Líf og starf 6. október 2021

Betri Bakkafjörður

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Íbúar Bakkafjarðar komu saman til fundar á dögunum og ræddu málefni byggðarlagsins. Fundarefni var staða verkefnisins „Betri Bakkafjörður“, sem staðið hefur yfir undanfarin misseri. Fundurinn var vel heppnaður og fjölmennur.

Gunnar Már Gunnarsson, verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar, fór yfir málin, það sem þegar hefur verið gert og þau verkefni sem eru í höfn hjá verkefnisstjórn. Ýmis verkefni eru í vinnslu, s.s. verkefni sem ber heitið Tanginn og fleiri sem hafa fengið styrki, en alls hafa 23 verkefni fengið styrki og er um að ræða fjölbreytt verkefni sem styrkja eiga byggð á Bakkafirði.

Þá kynnti Kristján Þ. Halldórsson tilurð samfélagssáttmála sem lagður hefur verið fram á milli íbúa við Bakkaflóa, Langanesbyggðar og ríkisins vegna byggðar við Bakkaflóa. Sáttmálinn er í samræmi við skýrslu nefndar fulltrúa fimm ráðherra um málefni Bakkaflóa, sveitarstjórnar Langanesbyggðar og ráðherra sveitarstjórnarmála.

Ekki urðað nema út þennan áratug

Jónas Egilsson, sveitarstjóri í Langanesbyggð, fór einnig yfir sáttmálann en tillaga um hann kom fram á árinu 2017 eftir gagnrýni íbúa sem komið var á framfæri við sveitarstjórn. Hún tók við verkefninu og tengdi saman þá sem taka þátt í því.

Nefndi Jónas sérstaklega tvö mál í sáttmálanum, fræðslumál og framtíð þeirra á Bakkafirði og umhverfismál. Í þeim málaflokki má nefna að gera má ráð fyrir að urðun á Bakkafirði verði ekki haldið úti nema út þennan áratug og ljóst að grípa þarf til úrræða í tíma. Ýmsar lausnir eru í skoðun, m.a. meiri flokkun. Vinnu við sáttmálann er ekki lokið, frekari umræður við íbúa eru eftir og þeirra stofnana sem koma að gerð hans.

Skylt efni: Bakkafjörður

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f