Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Guðmundur Jóhannsson með nýju hrútaskrána, sem var að koma út í 2.800 eintökum og er alltaf jafn vinsæl.
Guðmundur Jóhannsson með nýju hrútaskrána, sem var að koma út í 2.800 eintökum og er alltaf jafn vinsæl.
Mynd / MHH
Fréttir 8. desember 2014

Bestu og flottustur hrútar landsins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Nýja hrútaskráin rýkur út enda allir mjög spenntir að sjá hvaða hrúta við kynnum núna og verða á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands og Vesturlands yfir fengitímann,“ segir Guðmundur Jóhannsson, ráðunautur og ritstjóri Hrútaskrárinnar 2014–2015, sem er nýlega komin út. 
 
Hann hefur verið ritstjóri í þau sautján ár, sem skráin hefur komið út. Í skránni eru upplýsingar um tæplega fimmtíu bestu hrúta landsins en um helmingur þeirra eru nýir á stöðvunum. Afgreiðsla á fersku svæði á báðum stöðunum hefst 1. desember. Sæðisskammturinn í eina á kostar 720 krónur. 
 
Forystuhrútur og ferhyrndur hrútur
 
Nú geta sauðfjár­bændur pantað sæði úr forystuhrútnum Ama frá Sigtúnum í Öxarfirði. „Ami er há- og grannvaxinn, reistur og léttbyggður svo sem forystufé ber að vera. Hann er stóreygður og hefur til að bera mikla árvekni, örar hreyfingar og ekki spillir höfðing­legt fasið og yfirbragðið.  Hann er þægur í rekstri og ljúfur við fólk en á það til að amast við öðru fé og dregur nafn sitt af því. Ami ku vera vanafastur með afbrigðum svo sem títt er um forustufé,“ segir í Hrútaskránni. Þá verður líka hægt að fá sæði úr ferhyrndum hrúti en sá heitir Höfði frá Mörtungu 2 á Síðu.  Höfði var fengin á stöðvarnar til að gefa fleiri bændum tækifæri til að eignast ferhyrndar kindur svo varðveita megi þennan eiginleika í sauðfjárstofninum en nokkur ár eru síðan slíkur hrútur var síðast á sæðingastöð.

4 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...