Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vilhjálmur B. Bragason á Breiðabólsstað með viðurkenningu fyrir Lása 19-747 sem var metinn besti veturgamli hrúturinn haustið 2020.
Vilhjálmur B. Bragason á Breiðabólsstað með viðurkenningu fyrir Lása 19-747 sem var metinn besti veturgamli hrúturinn haustið 2020.
Mynd / Neisti
Fréttir 20. desember 2021

Besti veturgamli hrúturinn var Lási frá Breiðabólsstað

Sauðfjárræktarfélagið Neisti í Dalasýslu hefur undanfarin ár veitt verðlaun fyrir bestu lambafeður, alhliðahrúta og ána sem gefur mestar æviafurðir. Starfssvæði félagsins eru Hvammssveit og Fellsströnd en árið 2020 var upplýsingum skilað fyrir tæplega 4.300 ær hjá 16 félagsmönnum.

Jón Egill Jóhannsson, ritari fjárræktarfélagins Neista, sendi Bændablaðinu pistil um þessa verðlaunaafhendingu. Þar kemur fram að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hafi annast framkvæmd verðlaunaveitinganna fyrir félagið undanfarin ár og farið eftir þeim reglum sem fagráð í sauðfjárrækt hefur sett um verðlaunareglur.

Besti lambafaðirinn er alltaf valinn úr hópi veturgamalla hrúta og byggir valið á kynbótamati hrútanna að uppfylltum þeim skilyrðum að hrúturinn eigi að lágmarki 30 sláturlömb og hafi yfir 105 í fallþungaeinkunn.

Árið 2020 áttu 149 hrútar af­kvæmi skv. uppgjörsskýrslum og upp­fylltu 42 þeirra að hafa lágmörk á kynbótamati sér í hag. Aðeins 9 hrútar uppfylltu svo skilyrði um minnst 30 sláturlömb og yfir 105 í fallþungaeinkunn.

Lási fráBreiðabólstað var besti veturgamli lambhrúturinn

Besti veturgamli hrúturinn haustið 2020 á grunni þessara forsendna var Lási 19-747 frá Breiðabólsstað en hann er sonur Glæpons 17-809 frá Hesti og í framættum móðurmegin er Ás 09-877 frá Skriðu MFF.

Vilhjálmur B. Bragason á Breiðabólsstað tók við viðurkenningarskildi fyrir Lása til varðveislu næsta árið. Skjöldurinn var gerður var af Ríkharði Jónssyni myndhöggvara.
Þess má geta að besti lambafaðirinn óháð aldri var Lomber 17-526 frá Rauðbarðaholti en sá er sonur Lóma 15-867 sem nú er á sæðingastöð en var áður notaður í Rauðbarðaholti.

Gaukur var besti alhliða hrúturinn
Guðbjörn Guðmundsson, Magnússkógum 2, með viðurkenningu fyrir Mjólku 15-286.

Besti alhliðahrúturinn er svo sá sem hefur hæsta heildareinkunn kynbótamats en þurfti jafnframt að eiga 10 dætur eða fleiri í uppgjöri haustið 2020. Efsta sætið þar kom í hlut Gauks 15-707 frá Breiðabólsstað en hann var sonur Tjalds 11-922. Þess má geta að í öðru sæti var Lómi 15-867 sem var til heimilis í Rauðbarðaholti þar til í sumar er hann fór á sæðingastöð.

Gaf félaginu viðurkenningarskjöld

Rúnar Jónasson, fyrrverandi bóndi á Valþúfu á Fellsströnd, gaf félaginu viðurkenningarskjöld hannaðan af Gunnhildi Jónsdóttur frá Berjanesi sem veittur er þeirri kind sem skilar mestum æviafurðum.

Til að reikna mestu æviafurðir eru þær reiknaðar fyrir einn árgang kinda og í þetta skiptið voru það ær fæddar 2015 sem átt höfðu lömb í fimm skipti. Við útreikning teljast lömbin alltaf til þeirrar kindar sem þau ganga undir. Fallþungi lambanna er reiknaður yfir í krónur m.v. verðskrár SKVH haustið 2020 án allra yfirborgana. Ásetningslömb eru reiknuð í fallþunga m.v. reglur skýrsluhaldsins og fá verðgildi m.v. flokkinn DU2.

Byggt á þessum grunni voru æviafurðir kinda sem fæddar voru árið 2015 á félagssvæðinu 53.028 krónur að jafnaði og reiknuðust 10 ær með meira en 90.000 krónur í æviafurðir.

Ærin Mjólk gaf best

Efst að þessu sinni var ærin Mjólka 15-286 frá Magnússkógum 2 en hún hafði tæpar 106.000 krónur í æviafurðir fyrir 11 lömb. Mjólka er afkomandi Grábotna 06-833 og Höfðingja 10-919. Tók Guðbjörn Guðmundsson á við viðurkenningunni fyrir Mjólku.

Rúnar Jónasson með
viðurkenningarskjöldinn sem hann gaf Sauðfjárræktarfélaginu Neista fyrir ána sem skilar mestum æviafurðum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...