Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Pardussniglar gera töluvert gagn í görðum með því að éta aðrar tegundir snigla sem sækja í matjurtir.
Pardussniglar gera töluvert gagn í görðum með því að éta aðrar tegundir snigla sem sækja í matjurtir.
Á faglegum nótum 10. október 2018

Best að fjarlægja þá með höndum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Síðastliðið sumar gerðu garðyrkju­­fræðingar á vegum Konunglega breska garð­yrkju­félagsins athugun á gagnsemi ýmissa húsráða sem ætlað er að fæla snigla frá matjurta­görðum og plöntum sem sniglar eru sólgnir í.

Niðurstaða bresku garðyrkju­mannanna er að ráð eins og að setja koparþynnu í ytra borð matjurtakassa eða að strá eggjaskurn umhverfis plönturnar eru að mestu gagnslaus.

Garðyrkjumennirnir reyndu nokkur þekkt húsráð sem eiga að virka sem sniglafælur. Ráðin voru að mylja eggjaskurn, dreifa barri, viðarkurli eða smásteinum umhverfis plönturnar og setja koparþynnur á ytra borð matjurtakassa.

Ólík ráð voru reynd við 108 salatplöntur, auk þess sem til samanburðar voru salatplöntur sem ekkert var gert fyrir. Eftir sex vikna vöxt var útkoman skoðuð.

Helsta niðurstaða könnunarinnar var að salatplöntur sem ræktaðar voru í beðum voru viðkvæmari fyrir sniglum en plöntur sem ræktaðar voru í pottum. Munurinn var 5,7% át á beðplöntum en 0,2% á plöntum í pottum.

Annað sem vakti athygli var að plöntur sem smásteinum og barri hafði verið stráð umhverfis voru talsvart stærri og hraustari en samanburðarplönturnar.

Það kann að koma þeim sem til þekkja á óvart að ekki var athugað með gagn bjórgildra til að losna við snigla úr görðum. Að sögn bresku garðyrkjumannanna eru bjórgildrur góðar til að losna við snigla en á sama tíma laða þær fleiri snigla að.

Að sögn eins garðyrkjumannsins sem tók þátt í athuguninni er líklega besta leiðin til að losna við snigla að tína þá upp og losa sig við þá í að minnsta kosti tuttugu metra fjarlægð frá garðinum.

Skylt efni: ræktun | Sniglar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f