Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Berjaplöntur
Á faglegum nótum 19. júlí 2021

Berjaplöntur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir að vorið hafi verið kalt og sumarið seint á ferð er samt von um að fá góða berja­uppskeru í haust. Margir berjar­unnar eru harðgerðir og láta ekki smávorhristing slá sig út af laginu.

Ber eru góð á bragðið, það er gaman að rækta þau og það er auðveldara en marga grunar. Flestar berjaplöntur gefa betur af sér séu þær ræktaðar í frjó­sömum og deigum jarðvegi sem blandaður hefur verið með lífrænum áburði og á sólríkum og skjólgóðum stað. Hæfilegur skammtur af tilbúnum áburði er ein og hálf eða tvær matskeiðar, 25 til 35 grömm á fermetra, gefið tvisvar til þrisvar yfir vaxtartímann. Gott er að vökva með daufri áburðarblöndu í þurrka­tíð, sérstaklega meðan á aldinmyndun stendur. Ber úr eigin garði eru góð í munninn beint af plöntum eða í saft, sultur og til víngerðar.

Jarðarber (Fragaria × anan­assa). Eina jurtin í þessari upp­taln­­ingu sem ekki er trékennd. Fjölær jurt sem fjölgar sér með ofanjarðarrenglum. Blómin hvít en berin rauð og sæt. Þrífst best á sólríkum stað og í næringarríkum jarðvegi með sýrustig milli 6 og 6,5. Til þess að tryggja góða uppskeru er nauðsynlegt að endurnýja plönturnar á 4 til 6 ára fresti. Einnig er gott að skipta um ræktunarstað þegar plönturnar eru endurnýjaðar til að koma í veg fyrir jarðvegsþreytu. Gott er að rækta jarðarber í hengi­pottum. Ranabjöllur og sniglar eru sólgnir í jarðarber og geta gert mikinn skaða. Yrkin ‘Zephyr’, ‘Korona’, ’Glima’, ’Rita’ og ’Senga Sengana’ hafa öll reynst vel. Lögun berjanna er mismunandi milli yrkja. Æskilegt bil á milli plantna í beði er 30 til 40 sentímetrar.

Rifs (Ribes rubrum). Vex villt í Evrópu og mjög algeng garðplanta hér. Grófur, salt­þolinn runni sem nær 2 metra hæð og getur orðið bústinn og fyrirferðarmikill. Fjölgað með græðlingum og sveiggræðslu. Berin rauð en einnig til hvít og bleik. Góð til átu beint af runnanum eða til sultugerðar. Klippa á gamlar greinar, sem eru dekkri, af til að örva nývöxt og auka uppskeruna. Blaðlús og fiðrildalirfur algengt vandamál.

Stikilsber (Ribes uva-crispa). Vaxa villt til fjalla í Evrópu og Norður-Ameríku. Þyrnóttur runni með uppsveigðar greinar sem verða um metri á hæð. Fjölgað með græðlingum og æskilegt bil á milli plantna er 1 til 1,5 metrar. Berin stór og bragðgóð, gulgræn, hvít eða rauð. Klippa skal burt gamlar greinar til að örva nývöxt og aldinmyndun. Yfirleitt tekur 2 til 3 ár fyrir stikilsber að fara að mynda ber. Yrkið ‘Hinnomäki’, sem er blanda af evrópskum og amerískum stikilsberjum, hefur reynst vel hér. ‘Hinnomäki Keltainen’ gefur gul og sæt ber en ’Hinnomäki Punainen’ rauð og bragðmikil ber.

Sólber (Ribes nigrum). Vex villt í Evrópu og algeng garð­planta hér. Fjölgað með græðlingum og sveiggræðslu. Berin svört. Klippa þarf burt gamlar greinar, sem eru dekkri að lit og eldri en fimm ára, til að örva nývöxt og auka uppskeruna. Blaðlús og fiðrildalirfur algengt vandamál. Sterk lykt sem minnir á kattahland af blöðunum, séu þau marin. Góð ber til sultugerðar. Yrkin ‘Brödtorp‘. ‘Öjebyn‘ og ‘Melalahti‘ vel reynd, harðgerð og skila góðri uppskeru flest ár.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f