Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Belarus – Hvítrússinn
Á faglegum nótum 8. desember 2014

Belarus – Hvítrússinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sovétríkin sálugu voru um tíma langstærsti framleiðandi dráttarvéla í heiminum og væru það líklega  enn ef fyrrum sambandsríki þess mundu taka upp á því sameinast á ný.

Dráttarvélaverksmiðjan í Misk er að öllum líkindum sú stærsta í heimi með vel yfir 20 þúsund starfmenn sem hafa sett saman hátt í þrjár og hálfa milljón traktora frá árinu 1948, af þeim hafa ríflega 2,6 milljónir verið fluttir út til yfir 125 landa.

Framleiðsla á traktorum hófst fyrir alvöru í Sovétríkjunum skömmu eftir byltinguna 1918. Árið 1924 kom á markað sovésk útgáfa að Fordson sem var á beltum og framleidd í Leningrad, Pétursborg í dag. Skömmu síðar var hafin framleiðsla á beltadráttarvélum í Stalíngrad, Volgograd í dag, sem voru eftirlíking á International traktorum. Allar þessar vélar voru fluttar út undir heitinu Belarus. Í fyrstu var liturinn á traktorunum rauður, grænn eða blár en seinna rjómahvítur og rauðar að hluta eða rjómahvítar og svartar að hluta.

Sovésk hönnun

Fyrsti traktorinn, STZ3, sem var hannaður frá grunni í fyrrum Sovétríkjunum var settur í framleiðslu árið 1937. Gírkassinn var frá Caterpillar og ýmis annar búnaður vestrænn en hönnunin var engu að síður sovésk. STZ3 þótti traustur og hátt í 20 þúsund slíkar vélar rúlluðu af færibandi verksmiðjunnar í Stalíngrad. Allt voru þetta beltatraktorar og í seinni heimsstyrjöldinni var fjölda þeirra breytt í stríðstól, litla skriðdreka og sprengjuvörpur, og reyndust traustir sem slík. Eftir lok styrjaldarinnar var mörgum þessum traktorum breytt aftur í landbúnaðartæki.

DT75 – enn framleiddar

Árið 1948 kom ný útgáfa af STZ3 beltatraktorum á markað en framleiðslu þeirra var hætt 1963 og DT75 tók við. Líftími DT75 hefur reynst ótrúlegur og vélarnar eru enn framleiddar í uppfærðri útgáfu. Enn ný útgáfa af Belarus-dráttarvélum var sett á markað árið 1996. Það var ekki fyrr en árið 1953 að farið var að fjöldaframleiða traktora á gúmmíhjólum sem kölluðust MTZ2 og fimm árum seinna voru eitt hundrað slíkar vélar í notkun.

Í dag eru 68 mismunandi gerðir af Belarus-traktorum framleiddir í Rússlandi, Rúmeníu, Tadsjikistan og Kambódíu.

Belarus á Íslandi

Á búvélasafninu á Hvanneyri er Belarus-dráttarvél, árgerð 1966. Vélin var flutt inn af Birni og Halldóri hf. en fyrirtækið mun hafa flutt inn um hundrað slíkar.

Böðvar Jónsson á Gautlöndum keypti dráttarvélina ónotaða árið 1969 eða 1970 og notaði við jarðvinnslu og heyskap á sumrum en snjóblástur af mjólkurflutningaleiðum KÞ á veturna. Eiríkur Sigurðsson, bóndi á Sandhaugum, keypti vélina 1996, færði hana í upprunalegt horf og notaði um skeið.

Samkvæmt því sem segir á heimasíðu Fornvélafélagsins flutti Þór hf. talsvert inn af Belarus-dráttarvélum um 1990. Þrjár þessara véla fóru í Austur-Húnavatnssýslu og ein í Ísafjarðardjúp. Reynslan af vélunum er góð og sumar þeirra enn í notkun. Nokkrar Belarus-vélar hafa verið fluttar inn á síðari árum, en lítil hreyfing hefur þó verið á sölu þeirrar tegundar eftir hrunið 2008.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...