Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hér má sjá sýnishorn af þeim bekkjum sem á að setja niður við Mývatn á næstu dögum. Þeir eru frá Steinsmiðju Akureyrar.
Hér má sjá sýnishorn af þeim bekkjum sem á að setja niður við Mývatn á næstu dögum. Þeir eru frá Steinsmiðju Akureyrar.
Mynd / Steinsmiðja Akureyrar
Fréttir 4. júlí 2023

Bekkir umhverfis Mývatn

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Félag eldri Mývetninga hyggst setja upp bekki á fyrirhuguðum göngu- og hjólastíg umhverfis Mývatn en búið er að leggja um 5 km af honum nú þegar.

Hjóla- og gönguleiðin, alls um 36 km löng, á að gera fólki sem velur þann ferðamáta kleift að fara umhverfis vatnið með öruggum hætti en oft og tíðum eru malarvegirnir þröngir og taka illa við mikilli umferð akandi, hjólandi og gangandi. Bekkirnir sem Félag eldri Mývetninga safnar nú fé til að kaupa eru framleiddir hjá Steinsmiðju Akureyrar og er markmiðið að fyrirtæki og einstaklingar kaupi bekki sem verða þá merktir viðkomandi og þeir settir með reglulegu millibili umhverfis vatnið. Tólf bekkir hafa þegar verið pantaðir og verið að koma þeim fyrstu fyrir þessa dagana. Ásdís Illugadóttir í Reykjahlíð heldur utan um verkefnið fyrir hönd félagsins og segist ánægð með viðbrögðin. Hún upplýsir að þegar sé búið að ganga frá um 5 km af stígnum með bundnu slitlagi, frá Reykjahlíð að Geiteyjarströnd og undirbyggja næstu 10 km langleiðina að Skútustöðum. Vegagerðin greiði 80% kostnaðar við stíginn en sveitarfélagið Þingeyjarsveit 20%.

„Við í Félagi eldri Mývetninga hófum átakið með því að gefa tvo bekki á stíginn,“ segir Ásdís. „Við skrifuðum m.a. fyrirtækjum í Mývatnssveit beiðni um að styrkja verkefnið.“ Hún segir um langtímaverkefni að ræða og fleiri bekki vanti til að setja á þá 15 km af stígnum sem séu þegar í augsýn og svo áfram allan hringinn.

Skylt efni: Mývatn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...