Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Beiting og hámark dagsekta í dýraeftirliti
Fréttir 29. október 2015

Beiting og hámark dagsekta í dýraeftirliti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á föstudag tók gildi ný reglugerð um beitingu og hámark dagsekta í opinberu eftirliti með velferð dýra. Reglugerðin byggist á lögum um velferð dýra, en Matvælastofnun hefur eftirlit með því að ákvæðum laganna sé framfylgt.

Fram kemur í lögunum að stofnuninni sé heimilt að beita dagsektum sem þvingunaraðgerð gagnvart umráðamanni dýra, brjóti hann gegn ákvæðum laganna.

Samkvæmt reglugerðinni er stofnuninni heimilt að leggja á dagsektir að hámarki 100.000 kr. á dag. Þær gilda frá þeim degi sem þær eru ákvarðaðar og fram að þeim degi sem skyldu er fullnægt að mati stofnunarinnar. Þá segir í reglugerðinni að aðila sem ákvörðun um dagsektir beinast að skuli veittur sjö daga frestur til að koma að skriflegum andmælum áður en dagsektir eru ákvarðaðar. Útistandandi dagsektir falla niður ef umráðamanni dýra hefur bætt á fullnægjandi hátt úr aðstæðum og aðbúnaði dýra, að mati Matvælastofnunar, innan fimm virkra daga frá ákvörðun stofnunarinnar um dagsektir. Að öðrum kosti verða þær innheimtar með hefðbundnum innheimtuaðferðum.

Matvælastofnun hefur einnig heimild til að leggja á stjórnvaldssektir fyrir brot á lögum um velferð dýra. Stjórnvaldssektir eru refsing fyrir fullframið brot en dagsektir eru þvingunaraðgerð til þess að þvinga menn til að láta af ólöglegu athæfi. Umráðamenn dýra geta vænst þess að stofnunin muni beita þessari heimild til að þvinga umráðamenn dýra til uppfylla ákvæði laga um velferð dýra.

Skylt efni: Dýraeftirlit | Mast | reglugerð

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...